Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 18
 Hvað er þetta, sem Indíánadrengurinn er með á bakinu? Hann virðist vera anzi rogginn yfir því að geta komið með það heim. — Dragið strik með blýanti frá tölunni 1—2—3 og svo framvegis. Haukur elti hana meö hálfum huga að tré einu risavöxnu og holu að innan. Þangað fór kerling inn og Haukur á eftir. Gráskeggur starði agndofa á, en þokaði sér síðan nær, þótt hann væri skjálfandi af hræðslu, og leit inn í trjástofninn. En mikil ósköp, þar var ekkert að sjá, þetta var eins og hver annar holur trjástofn, svo Gráskegg þótti betra að forða sér, ef þau Haukur og kerling kæmu aftur sömu leið. Nú leið dálítil stund, en síðan birtist kerlingar- nornin, en Haukur var hvergi sjáanlegur. Þegar kerling var farin inn í kofa sinn og búin að loka á eftir sér, skreiddist Gráskeggur úr fylgsni sinu og athugaði hola trjástofninn að Innan eins og í fyrra skiptið. Þar var ekkert að sjá fremur en áður, svo að hann hraðaði sér út úr skóginum sömu leið og þeir komu inn i hann, og kom sér nú vel fyrir Gráskegg að hafa merkt leiðina. Gráskegg gekk því ferðin vel og leið ekki á löngu, þar til hann var kominn heim til konungs með fréttirnar. Nú víkur sögunni aftur til Hauks konungssonar. Hann undraðist mjög, að hann gekk eins og inn um dyr og út aft- ur um hola trjástofninn, en nú var landslagið mun bjartara yfir að líta, en verið hafði í Svartaskógi. Við hlið hans stóð kerlingin og benti honum að fara upp grýtta götu eða stíg, og þar efst uppi sá hann gríðarstóran kastala, sem hann virti fyrir sér og ætlaði að fá frekari upplýsingar um, en þegar Haukur sneri sér við, var kerlingin hvergi sjáanleg, og töfratréð, er þau gengu i gegnum, virtist ósköp venjulegt tré. Það var ekki einu sinni holt að innan. Haukur sá, að hér þurfti að viðhafa alla varúð og tók því klút úr vasa sín- um og batt í eina af neðstu greinum trésins. Þannig hugð' ist hann merkja það. Verið gæti, að það mundi koma að gagni síðar. Svo lagði Haukur af stað upp brattan stíginn upp að kastalanum mikla, er gnæfði hrikalegur yfir umhverf- ið. Kastalahliðið var opið, en við innganginn sá Haukur Ijóta sjón. Þar stóðu þrír þursar vörð. Ekki voru þeir frýnilegif- Einn hafði þrjá hausa, annar tvo, en sá þriðji einn. En þursar hafa þá náttúru, að þeim þætist eitt höfuð á hverjum hundrað árum, og má af þvi marka aldur þeirra. Haukur gekk rakleitt inn um hliðið og skeytti engu um þursana, enda virtust þeir ekki ætla að gera honum neitt. Á móti honum kom nú maður einn tröllslegur vexti, svo að Haukur virtlst lítill að sjá frammi fyrir honum. Við hlið karls þessa var kvenpersóna litlu minni. Hvorugt gátu þau talizt lagleg á manna vísu, en ólíkt frýnilegri þó, en þursarnir þrír, sem gættu hallarinnar. Nú tók karlinn til máls: , — Ég er konungurinn i Svörtuborg og þetta er hún Hrefna dóttir mín. Ég sé, að þú ert kominn að’leita þér konu, og hún mun verða mátuleg brúðurfyrir þig. Heldur taldi Haukur það með ólíkindum, enda væri hann annarri lofaður. Kvað karlinn engan spyrja hann að því, hann mundi hafa verra af, ef hann gerði ekki sem honum vasri sagt. Ætlaði Haukur að flýja frá þeim tröllafeðginum, en sá sitt óvænna, er karli Svörtuborgarkóngi bættist liðsauki þrjátíu manna, er lítið gáfu eftir kóngi sínum hvað stærð og illilegt útlit snerti. Var Haukur nú færður í böndum til salar- kynna kóngsa, og reyndi dóttirin að fá Hauk til að taka sér og lofaði honum öllu fögru, ef hann vildi eiga sig. Svo fór hún að tala um, að hún væri búin að vera ekkja svo óralengi, en seinast hefði hún átt konungsson frá sama konungsriki og Haukur væri. Lengi var Haukur fangi þeirra feðgina, en Hrefna færði honum mat og drykk og talaði oft um konungssoninn sinn dána. Skildist Hauki, að bæði hefðu þau verið grimmlynd, og að lokum hefði konungsson dáið i hárri elli. Víkur nú sögunni aftur til Gráskeggs. Er hann kom heim, var drottningin látin, og konungur beið hnugginn frétta af syni sínum. Gráskeggur greindi frá þvi, sem hann vissi, en ekki þótti konungi góð tíðindin og sendi þegar liðssafnað hugrakkra manna til Svartaskógar, og skyldi Gráskeggur stýra förinni þangað eins fljótt og verða mætti, svo aftur kom í góðar þarfir, að hann hafði merkt sér leiðina. Finna þeir nú kofa kerlingar með sömu ummerkjum og áður. Gráskeggur gengur varlega fram og ætiar að berja að dyrum, en þá kemur út gríðarstór og Ijótur köttur og hvæsir að honum, svo hann hrekkur aftur á bak, en I því kemur kerlingarnornin og hastar á köttinn, sem hún kallar dúfuna sína, en heldur þótti þeim félögum það óviðeigandi nafn. Kötturinn hvarf inn í kofann, en kerling snýr sér að komumönnum og segir þeim, að enginn geti frelsað Hauk konungsson annar en ung stúlka, en engin ung stúlka my-ndi þora það, vegna þess að Haukur er í haldi I stórum kastala og kastalans gæta þrír þursar, einn þríhöfða, annar tvihöfða og sá þriðji einhöfða, sem er þó engu geðslegri sn hinir. Bregður nú mönnunum við þessi orð og athuga tréð hola að innan, en án árangurs. Binda þeir kerlinguna vand- lega og loka köttinn stóra inni i búri. Síðan heldur Grá- skeggur aftur heim í konungsríki og.segir, hvernig málum sé komið og hvers þurfi við. Þetta þykja konungi harð- J 16

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.