Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1973, Qupperneq 35

Æskan - 01.02.1973, Qupperneq 35
bjarnarklo Teikningar: Jon Skarprud ^iarnarkló er þaulæfður I að ganga um mjög hljóðlega. Það hefur hann lært á veiðiferðum sínum. Án þess að nokkur verði var við, laumast hann inn í kofa Gvendar galdrakarls og sker með tinnusköfu ólarnar, sem Oddur er bundinn með. — Vala °9 synir hennar flýja nú burt í dauðans ofboði. í fyrstu ganga þau neðst niðri í ílæðarmálinu, til þess að öldurnar afmái spor beirra. Þá mundu hundarnir ekki eiga auðvelt með að veita þeim eftirför. Það er heiðskír himinn, og vaxandi tungl greiðir 9ótu þeirra. — Um morguninn er uppi fótur og fií í steinaldarþorpinu. Höfðu andarnir þegar farið burt með fórn sína? Þeg- ar komið er að kofa Völu, kemur í Ijós, að hann er líka tómur. Og sama er að segja um dýragröfina, sem Bjarnarkló hafði verið fleygt í. Hún er tóm. — Spor þriggja manna liggja niður að ströndinni. En niðri í flæðarmálinu hverfa þau með öllu, °9 hundarnir gefast upp að rekja þau. Þeir nema síaðar með iaíandi tungur og gó.na út á hafið. En hvað er það, sem nú hefur gerzt? Öldurnar æða ekki lengur að ströndinni og virðast ekki lengur vera reiðar. Vindinn hefur einnig lægt mikið. — gátu Björnungar haldið til veiða á ný. Hafði kannski hafguðinn fengið gjöf sína? Það hafði gerzt fyrr, að móðir fleygði sér í sjóinn með barn sitt, sem fórna átti. Karlarnir draga báta sína niður að hafinu, konurnar leita að skeljum í flæðarmál- 'hu og drengirnir skjóta á eftir mávunum. — Eftir tveggja daga flótta setjast mæðginin að við lygna vík til að hvíla sig. Græn 9rasflöt liggur alveg niður að víkinni. Hér var vissulega góður hvíldarstaður. Þegar bræðurnir vöknuðu morguninn eftir, kem- Ur mamma neðan frá sjónum með stóra, Ijúffenga skelfiska. — Víkin er full af ostrum og kræklingum. Hér virðist ekki erfitt að afla sér matar, a.m.k. ekki á sumrin. Þeim kemur saman um að setjast hér að. Ef þau halda áfram, er alveg eins líklegt, a3 þau rekist á aðra ættbálka og verði tekin höndum. Bjarnarkló gengur upp á hæð nokkra og horfir rannsakandi í kringum Ný skemmtileg myndasaga

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.