Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 32

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 32
13. Leiðarlok Við byrjuðum snemma næsta morgun að ferma skipið og koma fjársjóðnum um borð, en það tók okkur rúma þrjá daga, þvi að nokkuð var löng sú leið, sem við þurftum að bera féð. Skömmu síðar ráðguðumst við um það, hvað ætti að gera við sjóræningjana. Urðu þau úrslit á ráðagerðinni, að við mættum til að skilja þá eftir á eynni, og mér er óhætt að segja, að Ben Gunn var glaður við þau málalok. Og Grey latti þess ekki heldur. Við skildum eftir nægar birgðir af skotfærum og nokkuð af byssum, sömuleiðis drjúgan skerf af saltaða geitakjötinu, sem Ben Gunn hafði dregið að sér í hellinn. Lyf létum við þar eftir og ýmsar fleiri nauð- synjar, áhöld, klæði, segl, reipi, og læknirinn lagði síðast til nokkur pund af tóbaki handa þessum einstæðingum. Mátti svo heita, að þetta væri hér um bil það siðasta, sem við sýsluðum á eynni. Við höfðum áður flutt allt gullið út á skipið, vatn og það af vistum, er við bjuggumst við að þurfa á að halda, og loksins léttum við akkerum morgun einn I mjög góðu veðri og sigldum af stað út úr Geitavík- inni með sama fánann dreginn við hún, sem við höfðum barizt undir í bjálkahúsinu forðum daga. Sjóræningjaþrenningin hlýtur að hafa veitt okkur meiri eítirtekt en við bjuggumst við, enda urðum við þeirra varir, þegar við vorum að sigla út úr sundinu nærri landi. Þá sáum við þá þrjá, og var síðasta kveðja þeirra byssukúla, sem þaut rétt við vangann á Silfra og í gegnum stórseglið, án þess þó að gera nokkrum mein. Þannig skildum við við Gulleyjuna, og laust fyrir hádegi voru hnjúkarnir á þessari óhappaey að hverfa sjónum. Mér og líklega öllum á Hispaniólu var það gleðiefni. Við vorum svo illa liðaðir, að hver einasti maður á skip- inu varð að taka á því, sem hann átti til — að kafteininum einum undanskildum. Hann var enn eigi fær um að gera neitt, enda þótt hann væri á góðum batavegi. Var búið <um hann aftur við stýri, og sagði hann þaðan fyrir um stjórn skipsins. Við stefndum þegar til næstu hafnar í Suður-Ameríku, því að við þorðum ekki að leggja heimleiðis jafn langa leið með ekki betri liðskost en við höfðum, enda varð full erfitt íyrir okkur að komast til þeirrar hafnar, því að við fengum hvöss veður og óhagstæð. Það var um sólsetursskeið, sem við komumst til Ameríku og sigldum inn i mjóa vík, sem skarst inn milli tveggja skógi vaxinna hæða. Strax og við komum þangað, þyrptist að okkur fjöldi báta fullir af svertingjum, Mexíkó-indiánum og kynblendingum, sem komu með feiknin öll af suðrænum ávöxtum til að selja okkur, og buðust til að kafa niður á haísbotninn fyrir nokkra skildinga. Og mikill fannst okkur munurinn á að sjá öll þessi góðmannlegu andlit, einkum á svertingjunum, að smakka þarna gómsæta ávexti, en þó öliu öðru fremur rólega og siðmenningarlega götuljósa- glampann, sem tók að skína frá borginni örskammt fram undan okkur, og á skuggalegu vistinni á Gulleynni, þar sem villimannlegar blóðsúthellingar höfðu verið daglegir við- burðir. Læknirinn og friðdómarinn fóru í land og tóku mig með sér. Þar fundu þeir kaptein af ensku herskipi og tóku hann tali. Fór vel á með þeim, og bauð kapteinninn okkur að fara með sér út f skip sitt. Var okkur þar mætavel fagnað, og dvöldum við þar þangað til um aftureldingu, að við fórum yfir i Hispaniolu. Þegar við komum að skipshliðinnl, sáum við Ben Gunn einan á ferli á þilfarinu. Sáum við, að hann bjó yfir ein- hverjum tíðindum, en lengi vel vafðist honum tunga um tönn, en að síðustu gerði hann okkur það skiljanlegt, að Silfri væri horfinn. Játaði Ben loksins eftir miklar vífilengjur, að hann hefði hjálpað Silfra i land á skipsbátnum þremur klukkustundum áður en við komum. En hann kvaðst hafa gert það eingöngu til þess að sjá líðan okkar allra borgið, sem tvímælalaust hefði verið i stöðugri hættu, meðan sá maður var okkur samskipa. En ekki var allt þar með búið. Jón gamli hafði ekki farið i land tómhentur. Hann hafði, án þess að nokkur yrði þess var, brotizt inn f lestarrúmið og haft á brott með sér einn gullpeningapokann, á að gizka þrjú hundruð punda virði, til þess að hafa eitthvað við að styðjast í elli sinni. 30

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.