Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 33

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 33
Við norðanverðan Breiðafjörð er fögur sveit, sem heitir Barðaströnd. Þar eru tveir kirkjustaðir á fornum höfuð- bólum, Haga og Brjánslæk. I landi Brjánslækjar niðri við sió eru svonefndar Flókatóftir. Þar bjó Hrafna-Flóki eins og 'esa má í Landnámu: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð ok tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður, við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó alit kvikfé þeirra um vet- urinn. Vor heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafisum. Því kölluðu þeir landið ísland, sem það hefir síðan heitið. Þeir Fióki ætluðu brott um sumarit, ok urðu búnir litlu fyrir vetur. Þar sér enn skálatóft þeira inn frá Branslæk °k svá hrófið ok svo seyði þeira." Ef þú verður einhvern tima á ferð um Barðaströnd, þá ættir þú að skoða skálatóftir Hrafna-Flóka, mannsins, sem 9at íslandi nafn. Nú er ekki lengur prestssetur á Brjánslæk. Einn af þeim síðustu, sem varþar þjónandi prestur, hét Bjarnl og varSím- onarson. Hann var annálaður öðlingsmaður, orðvar með af- hrigðum og svo hreinhjartaður, að sagt var, að ekkert Ijótt e®a óhreint hefði getað þrifizt í návist hans. Hann var bæði vrnsæll og virtur í prestakalli sínu og af öllum, sem þekktu hann. Klrkja sú, sem nú er á Brjánslæk, er fallegt hús, enda er hún teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, sem var mikill meistari f húsabyggingum. Brjánslækjarkirkja var byggð árið 1908. Hún er járnvarið timburhús og getur með góðu viðhaldi enzt enn um marga áratugi. I henni er altaristafla eftir einn af okkar fyrstu listmálurum, Þórarin B. Þorláksson. Mér er nær að halda, að við höfum allir verið hæstánægð- lr með að losna við hann svona auðveldlega. Til þess að fara stutt yfir sögu, fengum við okkur nægi- le9a marga háseta til að sigla Hispanlolu heimleiðis og komumst farsællega til Bristol rétt um það leyti, sem Mr. Blandly var að búa sig af stað til að leita að okkur dauða- leit- En fimm einir voru það, sem sáu England aftur af allri skipshöfninni, sem lagði af stað frá Bristol til Gulleyjarinnar. Sérhver okkar fékk drjúgan skerf af fjársjóðnum, og Varði sínum hluta vel eða illa eftir þvf, hvernig hver og einn var gerður. Smollett kapteinn er nú hættur sjóferðum. GreV {ór vel með sinn skerf og ávaxtar fé sitt með hygg- mdum og dugnaði. Á hann nú sjálfur fjölda skipa f förum. Nu er hann kvæntur og margra barna faðir. — Ben Gunn fékk þúsund pund í sinn hluta. Hann eyddi þeim á þremur V'kum eða nánara írá skýrt á nitján dögum, þvi að hann Var öreigi þann tuttugasta. Skömmu síðar var hann svo hePpinn að ná i dyravarðarstöðu, sem hann heidur enn °9 er orðinn vel látinn þar. Hann er söngmaður góður, og her mikið á honum i söngflokki kirkju þeirrar, er hann s®kir tíðast. Áf Silfra höfum við ekkert heyrt. Sá hræðilegi, einfætti ,armaður hefur nú horfið af lifssviði mínu. Ef til vill hefur hann haldið aftur til hinnar skapstyggu konu sinnar i Bristol °9 nýtur vonandi þæginda lifsins með henni og páfagaukn- um Flint. Ég segi, að það sé vonandi, að hann njóti þæginda Iffs- ins nú, því von hans um þægindi hinum megin er víst sáralítil. Silfrið og vopnin, sem Flint gróf á öðrum stað, fær að liggja fyrir mér, þar sem hann gekk frá því. Þótt öll rfki veraldar væru í boði, þá mundi ég ekki leggja upp í aðra slfka ferð, og verstu draumarnir, sem mig dreymir, eru, þegar ég rýk upp með andfælum f rúmi mlnu við það að heyra hróp páfagauksins „Pjastur! Pjastur!" hljóma í eyr- um mér. 31

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.