Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 3
Marie Curie Þrotlaust starf og erfiSi færði henni tvenn Nobelsverðlaun og fyrsta prófessorsem- bætti, sem konu var veitt. ágvaxin og fíngerð kona, sem starfaði að rann- sóknum sínum í gömlu braggaskrifli, gólflausu, með brotnum rúðum og hripleku þaki, gerði stórvægilega uppgötvun, sem hafði vfðtæk á- hnf um allan heim. ^rásögn þessi fjallar um Marie Curie og hennar erfiða °9 þrotlausa starf, sem að lokum varð til uppgötvunar undra- efnisins radiums. Radium er mjög sjaldgæft, málmkennt frumefni, sem i dag er notað til lækninga á hinum illræmda sjúkdómi krabbameininu. Tli þess að kaupa smáögn af radium þarf 2 milljónir króna. Marie Curie var fædd í Varsjá í Póllandi árið 1867 og var gefið nafnið Marja Sklodowska. Þegar hún hóf starf sitt í . bragga-rannsóknarstofu sinni árið 1895, vissi hvorkl hún né aðrir neitt um radium. Hún var ung, hafði stundað efnafræðinám og var nýgift hinum framúrskarandi, en því miður bláfátæka, franska vísindamanni Pierre Curie. Þau höfðu smáíbúð í Paris. Marie vann hjá manni slnum í rann- sóknarstofu hans og aðstoðaði hann við tilraunir hans með rafmagn. Vísindafélagi þeirra Henri Becquerel hafði fyrir skömmu gert undrunarverða uppgötvun á mola af úranium. Hann Af tilviljun uppgötvaði Becquerel, að úraníum — og bikblanda — lýstu upp Ijósmyndaplötu, þó hún væri rækilega innvafin i svartan pappír. Becquerei fékk ásamt Curie-hjón- unum Nobelsverðlaun i eðlisfræði fyrir uppgötvun geislavirkni. Úran-málmgrýti ofan á innpakkaðri, en ólýstri Ijósmyndaplötu. 1

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.