Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Síða 14

Æskan - 01.02.1973, Síða 14
BARNAÆVINTÝRIÐ Kisan Eldý eftir Ruth Broek. Myndir eftir Becky Krehbiel. Ingibjörg Þorbergs þýddi. m lelð og mamma þvoði enn einn disk, sagði hún: Það er kominn háttatimi, Júlia litla. ' — Má ég fyrst hjálpa þér að þvo upp, bað Júlía. — Ég skal ekkert brjóta! — Jaeja, hjálpaðu mér þá, samþykkti mamma. — Náðu i hreina þurrku. Þær eru í neðstu kommóðuskúffunni. Júlia opnaði skúffuna og tók upp diskaþurrku. -— Þú átt að loka skúffunnl, þegar þú ert búin að taka úr henni, það sem þú ert að ná í, skipaðl mamma. En Júlía var að þurrka disk og fór mjög gætilega, svo að hún skiptl sér ekki meira af skúffunni. —Sjáðu mig, Eldý! kallaðl Júlía til kisu, sem lá mak- indaleg á eldhússtólnum. — Ég er að þurrka disk fyrir mömmu! Mamma brostl og þvoðl bollana. — Eldý er skynsöm kisa. Hún sefur uppi á eidhús- stól, þvi þargeta kettlingarnir ekki ónáðað hana. — Syfjaða Eldý! Júlía hló, þegar kisa lygndi aftur aug- unum og fór að mala. — Sjáið þið mig, Dódý, Depill og Sóti! — Ég er að þurrka bolla! En kettlingarnir voru að leika sér. Þelr steyptu sér koll- hnís fóru i eltingaleik og meira að segja i feluleik. Sóti litli faldi sig bak við grænmetiskassa. Allt í einu stökk hann á Dódý. Þau kútveltust á gólfinu. Þá kom Depill þjótandi eins og pila og stökk á þau. Og þarna ivístruðust þau i einum hvelli og hentust í þrjár áttir. — Kettlingakjánar! skríktl Júlia. — Ef við ætlum að vera fljótar að þvo upp, getum við ekki fylgzt með kettlingunum, sagði mamma. — Ég get verið fljót, svaraði Júlía. — Sjáðu mamma! — Já, ágætt! Mamma kinkaði kolli. Brátt voru diskarnir hreinir. Einnig bollar, undirskálar og aðrar leirvörur. Öllu þessu raðaði mamma svo í skápinn. — Má ég raða hnífunum, göfflunum og skeiðunum? bað Júlía. — Ég veit alveg hvar allt á að vera. Hún reyndi að horfa ekki á kettlingana, sem hoppuðu um og léku sér á gólfinu. — Viltu loka skápnum og skúffunum, bað mamma og lauk við að þvo vaskinn. — Við erum búnar! Skellur! Skellur! Skellur! Júlía lét skáphurðirnar aftur og lokaði svo kommóðu- skúffunni, sem þurrkurnar voru geymdar i. — Ekki svona mikinn hávaða! kallaði mamma. — Mað- ur á að fara varlega með hlutina. — Æi, fyrirgefðu, sagði Júlía. Mamma kyssti hana og sagði: — Þakka þérfyrir hjálpina. Bjóddu nú Eldý góða nótt, og kettlingunum hennar Hka. — Góða nótt, Eldý. Júlía gældi við kisu og tók hana 1 fangið. — Ég skal láta þig á mjúka púðann í kassanum þín- um. Svo skal ég koma með litlu börnin þín. Hérna er Depil' og hérna er Dódý. Æ, en þau vilja ekkl hætta að leika sér. Og ég sé Sóta hvergi. Hvar er nú sá óþekki kettlingur? — Láttu þá bara eiga sig, sagði mamma, og hengdi upp svuntuna sína. — Eldý kallar á börnin sin, þegar hún vill fá þau. Við skulum leika á kettlingana. Við slökkvum Ijósiðl Þá verða þeir fljótir að hlaupa til mömmu sinnar. Júlía var ekki lengi að slökkva. Hún hallaði aftur hurðinnl og kallaði: — Góða nótt, kisurnar mínari Sofið þið vell 12

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.