Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 7
Teikning þessi er gerS af drengnum, sem sagan er sögS af. ^slda Mtia bænum sínum eins hreinum og unnt var. Góifin hfé henni voru alltaf hvítskúruð, þau voru ekki fyrir hund- ana, því aS þeir gátu ekki farið úr skónum eða þurrkað sér á mottunni. En vænt þótti afa hans um hestana sína. ^eir voru vinir hans. Afi hans var fámáll eins og hestarnir. ^eir skildu hver annan. Hann hlýtur að hafa fengið elsku til dýranna frá afa sinum, enda heitir hann eftir honum. Nú er afi hans dáinn. ^eir nafnarnir sáust aldrei. En ekki getur hann hugsað Ser annað en afi hans sé hjá guði. ^egar hann var í Þýzkalandi — hann fer stundum til út- landa með pabba sínum og mömmu því að pabbi hans þarf a<5 vinna stundum [ útlöndum — voru sextán hérar í næsta húsi, þar sem hann bjó. Og kýrnar á túnunum voru með bjöllur og leðuról um hálsinn, því að þær máttu ekki iýn- ast f skóginum. Honum fannst þetta ævintýri, og hann er n^Jög hrifinn af öllum ævintýrum, ef þau fara vel. Skammt Þarna frá var líka lítill asni, þeir urðu miklir vinir. Asninn Var me5 löng eyru, hann var Ijósgrár og ósköp lítill. Hann haf5i líka bjöllu [ leðuról um hálsinn. Kannski var þetta asninn sem foreldrar Jesú-barnsins komu á til Betlehem ' 9uÖssögunum. Þó er það ekki alveg víst. Eitt sinn kom drengurinn heim dapur í bragði og sagði að flugurnar hefðu étið sár við augað á asnanum. Hann fór með smyrsl °9 setti [ sárið og heftiplástur yfir. Næsta dag var sárið gróið. Hann varð líka mikill vinur héranna og fékk það hlut- Verk að gefa þeim að borða kál, gömul epli, gulrætur, banana, hart brauð og kartöflur með hýði. Og hann gaf þeim alltaf helmingi meira en þeir áttu að fá. Samt voru þeir alltaf 'svangir og það kom vatn í munninn á þeim hvert sinn sem drengurinn birtist. Þeir hljóta að hafa saknað hans, þegar hann fór. Og fuglarnir sem hann gaf á hverj- um degi. Þeir áttu heima í skóginum eins og dádýrin og komu fljúgandi að fuglahúsinu lil að borða. Svo hurfu þeir aftur inn í skóginn til að syngja fyrir trén og blómin. Skyldu þeir hugsa um, af hverju drengurinn fór? Eða hvert hann fór? Hann hugsar oft til þeirra, en þó einkum iil héranna. Hann trúir ekki öðru en vel sé hugsað um þá. Kannski er söngur fuglanna eítthvað breyttur eftir að hann fór. Og kannski er þeim kalt [ skóginum, því að nú er kominn vetur í Ölpunum. Það er oft meiri snjór í skóg- inum en heima á Islandi. Hann hafði óskaplega gaman af að sjá apana i dýra- garðinum, ekki sízt górilluapana. En eitthvað var hann hugsi út af stóra górillupabbanum: hvað hann hámaði f sig bananana og eplin og hugsaði lítið um börnin sín. Hann át mest af öllum og hugsaði bara um sjálfan sig. Svoleiðis pabba vildi hann ekki eiga sjálfur. Og kannski eru allir pabbar einmitt svona, ef að er gáð. í Frankfurt bjó hann í hóteli sem heitir Merkúr. Þar býr stór og fallegur sjeferhundur, eins og þeir sem lög- reglan notar. Þeir eru svo gáfaðir, en geta víst verið hættulegir. En áður en fyrsti dagurinn var liðinn var hann og hundurinn — það var tík sem heitir Lólíta — orðnir svo góðir vinir að þegar pabbi hans ætlaði eitt sinn að hjálpa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.