Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 10
En þegar þau voru nýfarin, komu sjómennirnir að og höfðu aflað þetur en nokkur dæmi voru til hérna í firðinum. Og nú fór mér nú að verða órótt, þvi að ég var ólmur í að ná í eitthvað af þessari guðsblessun eins og þeir. Eg fór til þriggja jafnaldra minna, sótti veiðarfærin upp í hjall, og svo fórum við fjórir á nýja bátnum hans föður míns — þessum hérna. Við vorum nú býsna miklir liðléttingar á árinni, en þó komumst við út á miðin og lögðum netin. Þau fylltust á svipstundu svo að ekki vantaði heppnina. Við sökkhlóðum bátinn svo af fiski, að það gat varla heitið, að við kæmumst þar fyrir sjálfir, og að því búnu settumst við undir árar og héldum heim- leiðis. Hafi báturinn verið þungur i róðri á leiðinni út, var hann þó miklu þyngri á heimleiðinni. Það gat varla heitið, að okkur miðaði nokkuð áfram, enda var talsverð gola á móti. Við fengum dreyrblöðrur í lófana og urðum steinupp- gefnir, en við náðum landi og það var mest um vert. Þrjá tíma vorum við á leiðinni. Við bundum bátinn, skreiddumst heim og steinsofnuðum. Daginn eftir skiptum við aflanum i fimm jafna hluti. Fengum við sinn hlutinn hver, við fjórir, en sá fimmti var bátshluturinn. Kom ég mínum hlut og bátsins fyrir í fiskþróm föður mins. Það sem eftir var dagsins vorum við önnum kafnir við að bæta net og hreinsa bátinn, þangað til allt var komið í lag. Daginn eftir komu þau heim, foreldrar mínir. Ég sagði, að mér hefði liðið vel meðan þau voru að heiman, við borðuðum svo miðdegisverðinn, og ég lét enn ekki á neinu bera. Loks bjóst faðir minn til að fara niður í fjöru, og ég gekk með honum. Meðan hann stóð og var að virða fyrir sér nýja bátinn sinn, hljóp ég til og fletti seglunum ofan af fiskiþrónum og sýndi honum veiðina, sigri hrósandi. — Og hvað gaf hann þér svo fyrir? spurði drengurinn fullur eftirvæntingar. Ég fékk fyrst rokna löðrung, og svo fékk ég annan til og hljóp hágrátandi heim. Þetta var þakklætið fyrir allan dugnaðinn og fyrirhöfnina. Mamma mín klappaði mér á kinnina, þegar ég kom heim og sagði henni upp alla söguna. Og endirinn á þessu varð svo sá, að þegar pabbi kom heim, töluðu þau lengi saman, hann og mamma, og það varð úr, að hann ákvað að taka mig fyrir háseta hjá sér. Ég varð stór, og með tímanum eignaðist ég þennan bát, en þegar synir mínir komust upp, þótti þeim hann ekki nógu góður handa sér. Nú hefur ferjumaðurinn keypt hann til þess að ferja fólk á yfir fjörðinn og ég spái því, að hann dugi til þess í mörg ár enn. Á morgun ætla ég og konan mín að sigla honum út á fjörð og kveðja gamla bátinn, sem hefur borið mig og hann föður minn svo margar ferðirnar, bæði í blíðu og stríðu. — Ég vildi óska, að báturinn fengi góða daga í ellinni, sagði drengur- inn. — Það er einmitt það, sem ég ætla að tala við ferjumanninn um. En nú skaltu fara aftur út á Tanga. Straumurinn hefur breytzt, og nú tekur ábyggilega hjá þér. Þýzkur hljómsveitarstjóri Hans von Bulow var frægur þýzkur hljómsveitarstjóri. Einhverju sinni, er hann var að undirbúa hljómleika, gerð- ist það, að trompetleikarinn hóf of seint að leika sinn hluta. Hans von Búlow leit þá illilega til hans, en ávítaði hann ekki, og stakk upp á því, að verkið yrði leikið að nýju frá upphafi. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hans von Búlow gat ekki lengur leynt reiði sinni, en trompet- leikarinn svaraði honum með því að setja trompetinn á gólfið. — Hvað á þetta að þýða? spurði Bú- low reiður. — Ég ætla bara að segja yður, herra hljómsveitarstjóri, að ef þér haldið áfram að ávíta mig á sama hátt og þér hafið gert ,á undanförnum æfingum, þá kasta ég trompetinum i höfuðið á yður. Um kvöldið fóru hljómleikarnir fram og trompetleikarinn gerði enn sömu skyssuna og á æfingunum. En i þetta skipti lét Hans von Búlow ekki stöðva leikinn, heldur lét hann leika verkið til enda. En er hljómleikarnir voru búnir, kastaði Búlow sprotanum I höfuðið á trompetleikaranum. 8

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.