Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 41

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 41
Þorsteinn Jónsson er maður nefndur og bjó í Berunesi í ReyðarfirSi. — Hann var einn af afkomendum Jóns skálda, sem þar bjó lengi. — Hann var sagður vel knár maður, drenglyndur, sannorður og vel virtur. Mælt var, að Þorsteinn neitaði því, að til væru nokkrar kynjaverur. En er hann var allroskinn maður, varð hann á annari skoðun og sannfærðist um hið gagnstæða. Liggja til þess þau rök, sem nú skal greina. Einu sinni fór Þorsteinn með vinnu- manni sinum, einfeldningi miklum, er Þórður hér og var kallaður „skellilög- mál“, út suðurströnd Reyðarfjarðar og alla leið í Vattarnes til Þórðar Eiríks- sonar, sem þar bjó þá, því að þeir voru góðir kunningjar. — Fór Þórður „skelli- lögmál" síðan heim þegar i stað. — Er Þorsteinn fór úr Vattarnesi, gekk Þórður bóndi á leið með honum og segir við hann: „Mundu mig um það, Þorsteinn, að fara upp eftir ofan við Kaplahryggs- fjöruna. Þar slæðist oft ýmislegt skrítið á land.“ — Þorsteinn jánkaði þessu tóm- lega, og skilja þeir svo. Maður beið Þorsteins í Þernunesi, sem er í leiðinni, var hann sammældur við Þorstein. Þegar þar kom, var maður sá eigi tilbúinn og beið Þorsteinn hans fram í úthall, en snarast þá til ferðar, þótt hann væri lattur fararinnar, því að rosi var og rigning og hafgola nokkur. En þegar ekki tjáði að letja, báðu menn hann að fara ekki Kaplahryggsfjöruna, báðu hann fara langt fyrir ofan hana, „þvi að löngum eru þar sjóskrlmsli á undan rosum, og séu þau ekki þar, þá eru þau hvergl,“ sögðu menn og til- færðu söguleg dæmi. Þorsteinn tók þessu vel, en hló þó að; kvaddi siðan og fór. Segir nú ekkert af för hans fyrr en hann kom á sandinn á víkinni hjá Kaplahryggjum, milli Þernuness og Beruness. Þykist hann vera fullviss um það, að hann muni einskis verða var. En sú vissa brást allt i einu, þvi að nú sér hann óþekkt dýr á stærð við vetr- ungs-naut koma úr sjónum á veginn fyrir sig. Þetta dýr hafði hlutfallslega stuttan og snubbóttan haus og eigi digr- ari en hálsinn, ef hann var annars nokk- ur. En svo var myrkt, að hann sá það óger'a. Hann var nú sannfærður um það, að hér var komið kynjadýr úr sjó. Það æddi þegar að honum með afar mikilli grimmd. Hann laust það með göngustaf sínum og braut hann. Þá sneri hann undan og hljóp sem hann gat á brekkuna. En dýrið náði honum i brekkunni og snakaði við honum líkt og mannýgt naut. Annars sýndist það hafa öil rándýrsmerki á sér, klær og víg- tennur. Það var allt hulið skeljarögg. Reif það nú og tutlaði sundur yfirhöfn hans. Hann getur þá fleygt frá sér slitr- inu í dýrið og snarast áfram. Bráðlega nær þó dýrið honum aftur. En hann fleygir í það öðru fati og tafðist það enn við að tutla það sundur, en náði hon- um þó enn. Kastaði hann þá því þriðja, og þannig einni spjör af annarri og reif dýrið þær. Héizt þessi ófagri leikur þar til Þorsteinn komst nærri nakinn og sprunginn í Þernunes, skauzt þar inn í bæinn, því að gleymzt hafði að loka honum. Keyrði hann hurð ( lás og æddl ( baðstofu. En það heyrði hann, að dýrið hentist á bæjarhurðina, svo að henni lá við broti. Þorsteinn var örmagna af þreytu og víða marinn eftir dýrskjaftinn. Var hann lengi fátalaður áður en hann sagði sög- una. Sagði hann vinum sínum þetta, en vildi annars lítið um það tala, en lét svo um mælt, að aldrei skyidl hann framar þræta fyrir tilveru sæskrlmsla. — Er þessi frásögn skráð 1909 eftlr sögu Sigurveigar, síðar húsfreyju að Stuðlum í Reyðarfirði, en amma hennar — Ingi- björg — var stödd ( baðstofunni ( Þernu- nesi, þegar Þorsteinn flúði þangað inn undan dýrinu. (ÞjóSsögur og sagnir Vigfúsar Sigfússonar. ferðar 12. júní 1896 undir stjórn Worsöe skipstjóra. Brimnes annaðist strandferðir á hafnir frá Hornafjarðarósi norður og vest- "f um til Blönduóss. Var þá komið við á öllum höfnum á leið ^sssari, en margar þeirra eru nú löngu aflagðar. Má þar nefna: ^aPós, Loðmundarfjörð, Unaós og Múlahöfn við Héraðsflóa, ^iailahöfn í Þingeyjarsýslu, Flatey á Skjálfanda og Þorgeirsfjörð. ^ipið var yfir sumarmánuðina í ferðum þessum og fór venju- le9a sex ferðir fram og til baka. Þau urðu afdrif skipsins, að brann og sökk á Seyðisfirði árið 1901. ^thugasemd í skipaþætti septemberblaðsins hafði fallið niður texti með ktemur síðustu myndunum. Eru lesendur þáttarins beðnir vel- v'rðingar á þessum mistökum. Þessar myndir voru af dönsku S. póstseglskipi í íslandsferðum. Reglubundnar póstskipaferðir milli íslands og Danmerkur hófust laust fyrir árið 1780 og þá með seglskipum. Síðasta póstseglskipið í þessum ferðum hét Sölöven, 108 brúttórúmlestir. Var það í ferðum hingað á árunum 1852—57 eða þangað til það fórst við Lóndranga á Snæfellsnesi með allri áhöfn þann 27. nóv. 1857. Fyrsta gufuskiþið í íslenzkri höfn er talið vera danska skipið Thor, sem kom hingað til Reykjavíkur þann 27. jún( árið 1855. Er teikning af því skipi í umræddum þætti. Þá er mynd af frönsku hersnekkjunni La Reine Hortenze. Það skip kqm hingað til Reykja- víkur í júlímánuði 1856 með Jerome Napoleon prins, sem var bróðursonur Napoleons mikla. Hafði skip þetta vikudvö! hér ásamt tveimur fylgdarskiþum á leið sinni til Norðurhafa. 39

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.