Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 21

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 21
 “1 U! ^flp^aleigh var mjög fjölmenntaöur maður, sem fór víða og reyndi margt. Hann var rithöfundur og var og er frægur fydr veraldarsögu sína, sem hafði mikil áhrif á menn á tímum Jakobs I. Englandskonungs. ^alter Raleigh stundaði ungur nám í Oxfordháskóla. Hann 0rti Ijóð og þótti þunglyndur og stundum svartsýnn. Hann var lengi þingmaður í brezka þinginu og stjórnaði landnámi Breta I Virginíu á vesturströnd Norður-Ameríku °9 kom fótum undir veldi þeirra þar. Hann var mikill vinur Elísabetar I. Englandsdrottningar. Hún var mjög lærð og safnaði um sig hópi gáfumanna. Það er sagt, að þegar Raleigh sá hana fyrst, hafi hann breitt skikkju sina á götuna og leitt hana úr vagni þeim, er hún k°m akandi f, svo að hún gæti stigið þurrum fótum á hall- artröppurnar. Þá var rigning og bleyta í London, eins og 0,t er énn i dag. Þetta þótti riddaraskapur og góð kurteisi teirra tíma. Elisabet var skartkona og fin með sig og sagt er, að hán hafi átt þúsund kjóla í klæðaskápum sínum. þegar Walter var ungur, fylgdi hann Hugenottum (að talið er) og tók þátt i orrustunni við Monconuour í Frakk- landi. Hm Walter mynduðust þjóðsögur í lifanda lífi, sumar ýkt- ar eins og gengur. Hann er talinn hafa komið með tóbakið frá Ameriku og sumir segja einnig kartöflurnar, og er Í1v°rt tveggja notað almennt enn i dag. Hann fór til (rlands árið 1580 og barðist þar við upp- re|snarmenn við Munster. Hann var viðstaddur, þegar varð- ".8 Smerwickskastala í Kerrysýslu var stráfellt að boði Grey távarðar af Wilton. Raleigh gagnrýndi þennan hernað og Pólitík opinberlega og fór frá írlandi. (rlandspólitik Breta er ekki komin f skynsamlegt lag enn i dag. C\ true at!$ - rf & ' ti;c boBcuratk, ^aitcr' p > U vcJy ncrtniUttrt „ CT/f ’r-r ’ 2 / ■Vx ' 7) r n v i ségðu fylgdarmennlrnir frá því, er drottningin, móðir Hauks, hafði veikzt og dáið ári eftir að hann fór að heiman. Loksins komust þau svo heim til hallarinnar og íöður auks. Blessaður gamli konungurinn faðmaði Hauk og Rósu eS sér, og f gleði sinni tók hann kórónu sína ofan og lét ana á höfuð sonar sins. Síðan sendi hann þjóna sína til sækja drottningarkórónuna, er hann lét á höfuð hug- r°kku Rósu og veitti þeim blessun sina. marga daga var svo haldin hátíð, ekki aðeins í höll- 'nni’ heldur f öllu landinu. Síðast er ég frétti var tryggða- röHið, hann Gráskeggur, orðinn ráðgjafi Hauks konungs °9 við hlið hans í blíðu og stríðu stóð glaðlega, feitlagna or|an hans, en það var einmitt hún Hulda. En Haukur kon- Un9ur og Rósa drottning eignuðust mörg mannvænleg börn °9 ölium farnaðist þeim vel. Eeztu og fegurstu gripirnir i höllinni þótti hvorki kóróna 0nungs né drottningar, þótt fagrar væru, heldur var það ðallkrossinn góði, sem af öllu öðru bar. Kann ég nú ekki sögu þessa lengri. Ella Dóra Ólafsdóttir. Walter var hugaður hermaður og harðsnúinn i ræðu og riti og margir bæklingar hans urðu frægir. Hann skrifaði meðal annars á móti galdraofsóknum. Hann eignaðist marga óvildarmenn og þar á meðal Jakob konung fyrsta. Raleigh sat nokkrum sinnum f fangelsi, þar á meðal i Lundúna- kastala. Raleigh fórfyrri leiðangur sinn til Ameríku 1595, en seinni leiðangurinn fór hann árið 1617. Þá var hann látinn laus úr fangelsi til að fara ferðina. í seinni leiðangrinum átti hann að finna þau auðæfalönd, sem Spánverjum hafði ekki heppnazt að finna. Þetta tókst nú ekki. Á þessum tímum var það ekki óalgengt að senda menn í leit að auðæfum og löndum, og gátu menn átt yfir höfði sér dauðadóm, ef ferðin heppnaðist ekki. Á þessum tímum þótti slík hótun vísastur vegur til að menn gerðu sitt bezta. Raleigh var tekinn af lífi, er hann kom heim úr þessari ferð. Þetta var 29. október 1618 í tíð Jakobs fyrsta. Hann var sakaður um drottinsvik og samvinnu við Spánverja, en það sannaðist aldrei. Spánverjar voru miklir keppinautar Englendinga á þessum tímum. Þorvarður Magnússon L 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.