Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 4
stjóm Austurrlkis réðl yfir bikblöndu i tonnatali, sem talin var einskls virði, þar sem úranium hafði verið unnið úr henni. Þar sem þau voru ekki að leita að úraníum, heldur nýju óþekktu frumefni, var þessi „úrgangur" einmitt það sem þau þurftu á að halda. Þau urðu aðeins að greiða flutningskostnaðinn til þess að fá það. Og brátt fóru að berast til þeirra mörg vagnhlöss af svartri leðju, sem helzt llktist götufor. Þennan úrgang frá úraniumvlnnslunni varð nú að byrja á að hreinsa. Marie og Pierre Curie mokuðu þessari ó- hreinu leðju i risastóra potta með efnablöndu í og hituðu þetta á gamalli kolakyntri eldavél. Síðan varð að hræra i þessu langan tíma. Þefillan reyk lagðl upp úr pottunum, svo þau áttu erfitt um andardrátt og fengu tár i augun. Þegar bikleðjan hafði soðið nógu lengl, varð að sía hana varlega gegnum sáld og síðan hreinsa og prófa allt að nýju. Nokkrir dropar af áður ókunnu efni voru þeim dýr- mætur árangur af erfiðinu. Þeir voru settir i vandlega lokuð tilraunaglös til geymslu. Fyrsta veturinn veiktist Marie af lungnaþólgu og var mjög lasburða i nokkra mánuði. En strax og hún fór að hressast byrjaði hún að nýju að starfa við soðkatlana í hinum reykfyllta tilraunabragga. Árið eftir fæddist fyrsta barn hennar, Irene, en viku eftir fæðinguna var Marie aftur tekin til starfa i tilraunastofunnl. Til allrar hamingju fluttist Curie afi til þeirra skömmu siðar. Hann var ávallt tllbúinn að líta eftlr barninu, meðan Marie var við vinnu sína. Og barn þetta, Irene, átti eftir að vinna eðlisfræðiverðlaun Nobels 1935 ásamt manni sínum. Árið 1898 sagðl Pierre Curie lausu kennaraembætti sinu og vann í átta löng ár áfram með konu slnni. Þau höfðu Pierre Curie (1859—1906) vann ásamt konu sinni að því í tilraunabragga, að vinna „geislavirkt efni" frumefni úr bikblöndu. Fyrir árangur sinn vlð að vinna hreint radium frumefni, fékk Marie Curie Nobelsverðlaun öðru sinni. hafði komizt að þvi, að þessi moli hlyti að senda frá sér ósýnilega dularfulla geisla. Af tilviljun hafði hann nefni- lega látið úraniummola ofan á filmuplötu, sem vafin var inn i svartan pappír og enn var ekkl farið að setja Ijós á. Næsta morgun kom I Ijós, að platan var orðin svört, eins og hún hefði fengið Ijósmeðhöndlun! Augsýnilega hlaut úraniumið að hafa sent frá sér geisla, sem farið höfðu i gegnum svarta papplrinn. Becquerel endurtók þessa tilraun með bikbiöndu, sem úranfum er unnið úr. Þessi blanda verkaði jafnvel enn sterk- ar á plötuna. Það hlaut að vera eitthvert efni í blöndunni, auk úraníumsins, sem einnig gaf frá sér geisla. Hann ræddi þessar ágizkanir sinar við Curie-hjónin, sem voru mikið vinafólk hans. Þeim fannst einnig þetta fyrirbæri mjög dul- arfullt. Hvers konar gelslar voru það, sem fóru f gegnum hluti, sem aðrir Ijósgeislar komust ekkl ( gegnum? Marie Curie reyndi öll frumefni, sem þekkt voru, og komst að raun um, að það voru aðeins úranium og thoríum, sem höfðu þessa geislunareiginleika, er hún nefndi geislavirkni. Becquerel taldi nú, að i bikblöndunni væri annað frumefni, sem hefði meiri geislavirkni en úraníum. Maria lagði nú I að reyna að finna það. Pierre Curie kenndi um þetta leyti eðlisfræði við háskóla, en notaði hverja stund, sem honum gafst, til þess að að- stoða konu sína við tilraunirnar. Stjórn háskólans lét honum í té geymsluskúr á bygging- arlóð skólans, sem illa hélt vatni eða vindi, en það var eina plássið, sem þau gátu fengið endurgjaldslaust, og þau tóku boðinu þakksamlega. Næst lá fyrir að útvega sér bik- blöndu, en hvar? Að kaupa hana hefði verið þeim fjár- hagslega um megn. Þá fréttu þau af tilviljun, að ríkis- 2

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.