Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 50

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 50
Texti: Johannes Farestveit. Teikn.: Solveig M. Sanden ERTU GLÖGGUR Hér sérðu 6 mismunandi hluti: Tening, stjörnu, blýant, blóm, vekjaraklukku og ró. Eitt er sameiginlegt með þeim öll- um. Hvað er það? / Lausnin er: •g nje juuoj e j!ujb}ub>) ‘9 me uigoiqeujpiq ‘9 nje u| -ujoqnujoíjs ‘9 nje mnuijueAiq e jiujejue>| ‘9 nja mnuBuiuaj g jeujnddop ‘9 je ue>|>|n|» SKÁK Drottningarfórn þykir alltaf „flott" I kappskákum, og erekki beitt nema að vel yfirlögðu ráði. Hér kemur dæmi um eina slika, sem kom fyrir I skák, er tefld var f Mannheim 1958. Hvítt hafði Schandalik gegn Keller og lék nú: 7. RxR! - BxD 8. - Bb5+ - c6 - 9. dxc6 - Dc7 - 10. cxb 7+ - Kd8- 11. Rxf7 mát. j' - BIÖSSI BOLLA 1. Þegar Bjössi og Þrándur standa þarna á veginum og ræða saman, kemur Þrúða og fer geyst. „Að þú skulir vera að þvælast með barnavagn í þessari færð!“ kall- ar Þrándur til hennar. „Já, nú er ég orðin þreytt, svo að ég á;Ua að taka litlu' systur upp og bera hana það sem eftir er leiðarinnar til kaupmannsins, en þangað er ferðinni heitið.“ — 2. „Já, gerðu það bara, við skulum passa fyrir þig vagninn á meðan,“ segir Bjössi. Þrándur segir hlæjandi: „I>að er nú alveg éins og að láta geithafur passa heypoka að skilja vagninn eftir i höndunum á Bjössa.“ Þrúða stappar niður fætinum og hlær: „Þið skuluð ciga mig á fæti, ef vagninn er ekki hér, þegar ég kem aftur.“ — 3. Þrúða er varla komin i hvarf, er Bjössi fær hug- myndina! „Við skulum láta Snata í vagninn til að halda honum heitum, þar til Þrúða kemur aftur með barnið, hvað segirðu um það?“ Þrándur hlær. „Væri bara ekki bezt að leggja þig i vagninn?" — 4. Snati er ánægður og lygnir aftur augunum, þegar hann kemur undir sængina, og líður auðsjáanlega vel. — 5. Með- an þeir eru að sýsla við þetta, kemur læknisfrúin gangandi að baki þeirra. „Góð- an daginn, drengir mínir. Er það sem mér sýnist? Ert þú nú orðinn barnfóstra, Þrándur minn? Ég var búin að frétta, að ]>ú hefðir eignazt bróður í haust. Það er fallcgt af þér að hjálpa móður þinni.“ — 6. Læknisfrúin, sem er mjög nær- sýn, fer að líta á barnið, sem geltir nú ógurlega. Frúin tekur bakföll. „Ósköp er þetta undarlegur barnsgrátur, hann hefur kannski fengið kighóstann?" styn- ur hún upp, „og hvað er þetta, andlitið er næstum svart! Upp á hverju hafið þið fundið núna, drengir?"

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.