Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Síða 2

Æskan - 01.04.1976, Síða 2
SOD í bankann? Jóakim stendur í stórframkvæmdum bak við fjöllin sjö. Sparibaukurinn hans er fullur enn einu sinni. Jóakim þarf því að fara yfir fjöllin til að tæma baukinn í Útvegs- bankann. En hvernig kemst hann á ódýrastan hátt? 1) Þotan eyðir eldsneyti fyrir kr. 60.000.— á leiðinni og ferðin tekur hálfa klukkustund hvora leið. 2) Þetta er 12 klukkustunda flug hvora leið með loftbelgnum og kr. 10.000.— kostar eldsneytið á brennarann (sem hitar loftið inni í belgnum til að hann geti flogið). 3) Fari Jóakim gangandi þá verður hann 24 klukkustundir á leiðinni í bankann og slítur skósólum (og nöglum undir fjallgönguskónum sínum) fyrir kr. 87.50 — hvora leið. Tíminn er peningar. Það veit Jóakim frændi. Hann græðir yfirleitt þrjú þúsund krónur hvern klukkutíma sem hann er að störfum. Nú þarf hann því að reikna út hvernig hann * c báðar leiðir á ódýrastan hátt, miðað við framangre^ ar kostnaðartölur og vinnutap. Þetta megið þi3 9Jf hjálpa honum að reikna út. Á þann hátt takið Þ'° ^ í verðlaunaþraut nr. 2. Skrifið á miða: Lausn númerl< er sú rétta (í ferhyrninginn skrifið þið númer Þel lausnar 1, 2 eða 3, sem þið álítið rétta). Svo s*<r^getji! nafn ykkar og heimilisfang greinilega á miðann. b ^ miðann í umslag merkt: Útvegsbanki íslands (SP . sjóðsdeild) Reykjavík. Verðlaunaþraut nr. 2. Póst j; ið síðan umslagið fyrir 15. apríl næstkomandi. úr x verður úr réttum lausnum en verðlaunin eru se bandstæki með kasettu.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.