Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1976, Side 4

Æskan - 01.04.1976, Side 4
J* fílsunginn lá og svaf undir stóru tré. Hægt og varlega opnuðust augu hans. Það var snemma morguns og döggin perlaði á grasinu. Litli fíllinn heyrði notalegar hrotur móður sinnar rétt hjá. Og undir öðru tré í nágrenninu svaf hinn risavaxni faðir hans. Hann var með tvær hvítar og fallegar skögultennur. Skyndilega var ýtt við honum, þar var komin mamma hans: — Reyndu nú að koma þér á fætur, anginn minn, sagði hún, það er afmælis- dagurinn þinn. Þú verður fjögurra ára gamall í dag. Litii fíllinn stökk á fætur. ■— Að hugsa sér, er ég raunverulega svona stór núna? Ég er líka fyrir löngu orðinn grár eins og fíll ( staðinn fyrir að vera Ijósrauður, eins og ég var fyrst. — Komdu nú, litli minn, sagði móðir hans. Nú förum við í göngu og heimsækjum vini okkar — og á eftir hef ég svolítið í pokahorninu handa þér! Fyrst mættu þau gíraffanum, sem stóð og át blöð af mímósutrénu. Hann át aðeins þau, sem voru efst uppi til að sýna hvað hann væri stór. — Góðan daginn, gíraffi, sagði fílamamma. Það er sérstakur dag- ur í dag. Litli fíll á afmæli. — Nei, til hamingju, sagði gír- affinn glaður í bragði. Flóðhesturinn skellihló út að eyr- um, þegar hann heyrði það. Og sjálft Ijónið öskraði: „Til hamingju,“ innan úr rjóðrinu sínu og það var nú nokkurs virði. — Já, til hamingju, hrópaði ap- inn, sem hékk á langa skottinu sfnu í grein. Hér er afmælisgjöf frá mér, stór banani. Giörðu svo vel. — Namm, namm, en hvað hann bragðast vel. — Nú kemur það, sem ég minnt- ist á að ég hefði í pokahorninu, sagði fílamamma. Litli fíll var svo . ákafur að hann greip fast í halann á henni með rananum og lét hana bera sig þannig, til að vera fljótari í förum. Uppi á hæðinni kom Litli fíll auga á fimm önnur fílabörn, sem voru að leik. Þ,etta hljóta að vera eins konar límfílar, hélt hann, þau héldu í halann hvert á öðru með rananum og það leit út eins og þau væru límd saman. — Hér er það, sem koma átti þér á óvart, sagði fílamamma. í dag ertu orðinn nógu stór til að leika þér við hin börnin! Litli fíll flýtti sér glaður í hóp- trjánna í eltingarleik og dönsuðu hringdans kringum fallegt blóm °9 skemmtu sér svo vel. Að lokum kallaði fílamamma é litla fíl. — Mikið ertu orðinn du9' legur að leika þér, sagði hún stolL En nú áttu annað mikið í vændua1- Komdu. Fílamamma fór með Litla fíl þangað sem nokkur önnur fHa' börn léku sér að því að renna sér á rassinum niður hæð og beint út í lítið vatn. En í þetta sinn var Litl' fíll ekki viss um að hann vildi leika með. — Jú, nú ertu stór og sterkuh sagði fílamamma og ýtti við hon- um. — Hjálp, hrópaði Litli fíll, þe9ar hann kútveltist niður brekkuna °9 lenti með miklu skvampi niður vatnið. — En þetta var bara gaman. sagði hann og blés frá sér vatninu eins og gosbrunnur. Þetta vil ®9 reyna aftur. Og svo reyndi hann aftur — °9 aftur — og aftur — og aftur. En að lokum sagði fílarnamma- — Komdu nú litli minn, nú hefur þú leikið þér nóg í dag. Þú hlýtur að vera þreyttur. — O, nei, sagði Litli fíll ákafur- Afmælisdagar eru nú bara skemmti' legir. Fílamamma lagði blíðlega ranann utan um hann og faðmaði hann eð sér og sagði: — Þá er það gott að þú skulin eiga afmæli einu sinni á ári til eevi- loka. • Hraðasta neðansjávarsigiin9 yfir Atlantshafið, sem vitað er um, átti sér stað árið 195S, þegar bandaríski kjarnorkukafbáturinn Nautilus skreið á 6 sólarhringum frá Portland í Englandi til Ne^ York. 2

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.