Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 16
Prinsessan og nvkurinn
inu sinni var prinsessa,
sem var svo drembilát, a3
öllum var í nöp við hana. Faðir
hennar sagði við hana:
— Þú verður að vera þýð og nær-
gætin við konungana og prinsana,
sem koma hingað til að biðja þín
— annars fer svo, að þú færð aldrei
mann.
— Ég kæri mig ekkert um að gift-
ast þeim, sagði hún og sneri upp
á sig, — enginn þeirra er nógu
fallegur og ríkur til að giftast mér.
Ég vil eignast voldugasta, ríkasta
fallegasta og gáfaðasta kónginn I
heiminum.
— Svo best að þú finnir hann.
— Eða að hann vilji þá eiga þig,
andvarpaði konungurinn og fór til
prinsanna, sem voru þarna staddir
en voru að fara á burt, því að prins-
essan hafði sýnt þeim fyrirlitningu.
En nú var þarna ( prinsahópnum
ungur maður, sem hvorki gat talist
til þeirra fallegustu, ríkustu eða gáf-
uðustu, en hann átti það sem betra
var — nefnilega gott og milt hiarta
og drengilegt hugarfar. Hann hafði
orðið ástfanginn af prinsessunni,
þrátt fyrir allt drambið í henni, og
hann þráði að hann gæti komið
henni til að skilja, að það væri ann-
að en völd, auðæfi og fegurð, sem
mestu varðaði í heiminum.
Einn daginn þegar hann gekk
langt út í skóg, mætti hann gamalli
konu sem sagði:
— Ég veit, hvað þú ert að hugsa
um, ungi prins, og mig langar til
að hjálpa þér. Einu sinni þegar ég
var í vanda stödd, þá hjálpaðir þú
mér, og það vil ég launa þér. Ég
er ein af dísunum — en það sem
getur hjálpað prinsessunni er líka
mikið undir sjálfum þér komið. Á
ég að segja þér, hvað gera þarf?
Prinsinn hlustaði á gömlu konuna
með mikilli athygli, og þegar hún
hafði lokið máli sínu, sagði hann:
— Ég vil gera þetta allt — ef það
getur orðið til þess, að hjarta prins-
essunar komist við og mildist.
Nokkrum dögum síðar var prins-
essan á gangi niður við sjó. Hún
gekk alltaf spölkorn á undan hirð-
meyjum sínum. En nú kom allt í
einu svarta þoka allt kringum hana,
svo að hún sá ekkert frá sér og
missti sjónar af hirðmeyjum sínum
og þær af henni.
Hún varð lafhrædd og ætlaði nú
að halda beint frá sjónum í von um
að hitta einhverjar manneskiur, en
þá rakst hún á háa sandhóla og
rofabörð, sem hún gat ekki kom-
ist yfir. I neyð sinni settist hún nið-
ur á einn hólinn og fór að gráta.
Þá heyrði hún nið og undirgang frá
sjónum og sá hvar gríðarstór nykur
kom upp í fjöruna. Hún varð svo
hrædd að hún gat hvorki hreyft
legg né lið, en nykurinn starði á
hana ósköp góðlátlega og sagði:
— Vertu ekki hrædd, prinsessa
— ég geri engum mein.
Hún róaðist dálítið við þetta og
heyrði að nykurinn gat talað. Og
svo spurði hún nykurinn til vegar
heim í höllina hans föður sfns.
— Sú leið er nú engum fær, sagði
nykurinn. — Sandbakkinn er hrun-
inn, svo að hvergi sést til vegar'
ins. Þú verður að b'ða hérna þang*
að til sjórinn hefur skolað sandin-
um burt.
— En ég dey úr hungri og þorsta,
kveinaði prinsessan.
— Ég skal færa þér allt, sem Þ1^
þarfnast, sagði nykurinn, og sV°
hvarf hann á kaf í sjóinn, en eft,r
dálitla stund kom hann aftur með
kassa, sem var fullur af mat og
drykk, og þar voru líka hlýjar á-
breiður handa prinsessunni til að
vefja utan um sig.
— Þakka þér fyrir, góði nykuri
sagði hún og klappaði honum var-
lega. — Hvað hefði ég átt að gerS’
ef þú hefðir ekki komið og hiálpa®
mér?
Nú varð prinsessan í marga daga
þarna niður við sjóinn. Nykurinn
kom daglega og færði henni allÞ
sem hún þurfti, og talaði sV°
skemmtilega og huggandi þegar
illa lá á henni, að henni þótti vaenna
um hann með hverjum deginum
sem leið.
Einn daginn sagði nykurinn: —'
Nú er vegurinn nærri því kominn
upp úr, svo að eftir örfáa daga get'
ur þú komist heim til föður þíns>
prinsessa.
— Þá verður þú að koma með
mér, sagði hún áköf. — Ég mun
alltaf sakna þín ef ég missi þig aft-
ur því að mér þykir svo vænt um
þig-
— Þú færð nóg annað að hugsa
um, þegar þú kemur heim, prins-
essa, — þú verður fljót að gleyma
Ævintýri
14