Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Síða 18

Æskan - 01.04.1976, Síða 18
inu sinni var krabbi sem hét Klói. Húsið hans Klóa var snúinn silfurglitrandi kuðung- ur í laginu eins og horn. Hvert sem Klói fór bar hann húsið sitt á bakinu. Og þegar hann langaði til, gat hann dregið alla 10 fæturna sína inn í skelina og sjálfan sig næstum allan. Morgun nokkurn í glampandi sólskini var Klói að ráfa í fjörunni þegar hvítmávur steypti sér niður úr heiðbláum himninum og settist við hliðina á honum. „En hvað þetta er vesældarlegur, lítill kuðungur," sagði hvltmávurinn frekjulega. „Ég get ekki skilið, hvernig þú getur troðið þér inn ( hann?“ „Mér þykir hann ágætur,“ svaraði Klói. „Hann er mjög þægilegur." Hvítmávurinn kíkti inn í kuðunginn hans Klóa. „Eg efast um það,“ sagði hann og flaug í burt til að veiða sér fisk í hádegismatinn. Klói fór að hugsa um, hvað hvítmávurinn hafði sagt. Kannski hafði hann rétt fyrir sér. „Kannski kuðungurinn minn sé of lítill,“ sagði hann dapur við sjálfan sig. „Kannski ætti ég að litast um eftir stærra húsi.“ En rétt I þvl, sá hann kuðung nálægt sér I sand- inum. Hann var ekki eins fallegur og hans eigin kuðungur, því þessi var grágrænn. En hann var dá- lítið stærri. „Ég ætla að reyna hann,“ sagði Klói við sjálfan sig, „bara sjá, hvernig mér líkar hann.“ Hann renndi sér úr snúna silfurglitrandi húsinu sínu og inn í það grágræna. „Jæja, hér er rúmt um mann,“ sagði Klói. „Þessi er ekki nærri því eins fallegur og gamli kuðungur- inn minn. En hann er mjög þægilegur." En í því sá hann ennþá stærri kuðung, en þann grágræna. Þessi var fallega litur líka, rauðglitrandi- „Ég ætla að reyna hann,“ sagði Klói. „Hann er mjöð þægilegur," sagði hann, þegar hann kom inn ( hann- En hann var það sannarlega ekki. Hann var of stór fyrir Klóa. Hann var svo þungur að auki, að all'r fæturnir á honum svignuðu þegar hann hreyfði sig- Nokkru seinna sá Klói stærsta og fegursta kuð- ung sem hann hafði séð. Hann var bleikur og 9|itr' aði allur. Án þess að hugsa sig tvisvar um, renndi hann sér úr rauðglitrandi perlukuðungnum og if10 1 þann stóra, bleika. En bleiki kuðungurinn var svo stór að Klói gat naumlega bifað honum. „Þrátt fyrir allt er þetta undurfallegur kuðungur. og Klói sagði við sjálfan sig: „Mér er sama um all' an þungann." Og þar með skjögraði hann eftir fjörU" borðinu og hreykti sér af nýja húsinu sínu við alla- „Sjáið stóra, fallega, nýja húsið mitt,“ kallaði hann til hóps af sendlingum sem stukku fram hjá á löngu. mjóu fótunum sínum. „Sjáið stóra, fallega, nýja húsið mitt,“ hrópaði hann hreykinn til eðlu, sem sólaði sig á steini.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.