Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1976, Page 34

Æskan - 01.04.1976, Page 34
Samtal þetta fer fram milli fjögurra nemenda og kennara bekkjarins. Þátttakendur: Kennaninn, Ólafur, Marteinn, Eva og Áslaug. Hin börnin I bekknum hlusta á. ' Ólafur: Kennari, þú lofaðir að segja okkur frá und- arlegu atviki, sem fyrir þig kom, þegar þú komst síðast með Heklu frá Reykjavík. Viltu ekki segja okkur frá því núna? Kennarinn: Já, ég lofaði því. Og eins og þið vitið, þá eiga menn að efna loforð sfn. Nú skal ég segja frá þessum viðburði í stuttu máli. [ haust kom ég með Heklu frá Reykjavik hingað til (safjarðar. Ég var á fyrsta farrými og háttaði, um leið og ég kom inn í klefann. Ég ætlaði að sofa á leiðinni, því að ég var þreyttur. Rétt eftir að ég var lagstur fyrir, kom maður inn í klefann. Hann heilsaði og við spjölluðum ofurlftið um veðrið og Ijósið í klefanum. Á meðan háttaði hann í neðri kojuna. Svo hélt skipið úr höfn, og ró og friður færðist yfir í klefanum. Það var aðeins Ijós á náttlömpunum. Þegar ég var að festa blund, heyrði ég eitthvert þrusk í manninum í neðri kojunni. Handtaska var opnuð. Það skrjáfaði í pappír, og svo kom smellur, sem benti til, að tappi hefði verið tekinn úr flösku. Maðurinn saup duglega á. Hann hóstaði og ræskti sig. Þetta var eflaust sterkur drykkur. Skömmu síðar gaus upp mikill brennivinsþefur í klefanum. Jæja, hugsaði ég. Það er víst ekkert við þessu að gera. Svo sneri ég mér til veggjar og sofnaði fljótt. Ég veit ekki, hvað ég hef sofið lengi, er ég glað- vaknaði við hljóð úr neðri kojunni. Ég fór að hlusta. Maðurinn kallaði hvað eftir annað: „Burt með hann! Burt með hann! Faðirinn á að vera til fyrirmyndar ( I í SlJ góðri framkomu." Og svo kom löng romsa aT nd' urlausu bulli, þar tii aftur varð hljótt. Nokkru síðar heyrði ég manninn geispa. ^anfl. jhís* í vindling og kveikti í honum. Fljótlega brel rji reykjarsvælan um allan klefann. Skömmu sfðar ^ ég, að maðurinn var eitthvað að hreyfa töskur^1.^, síðan skrjáfaði f pappír. Hann bætti á sig úr ^ unni og hóstaði á eftir nokkra stund, þar til 3 varð kyrrt. ^ Þegar við nálguðumst Stykkishólm, vaknaði é9 | ur við, að kallað var hásri röddu: „Burt með ^ 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.