Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1976, Side 46

Æskan - 01.04.1976, Side 46
Vilhjálmur og María sitja í dag- stofunni og Benni kemur inn með skólatösku. B: (Opnar tösku og tekur upp úr henni ýmis blöð): Pabbi, ég býst ekki við því, að þú vitir hvað GV er? V: Hvað segirðu — GV? B: Já, það þýðir greindarvísitala. Hvað heldur þú að greindarvísitala þín sé? V: Það veit ég ekki, en ég býst við, að hún sé nærri meðallagi — ef til vill lítið eitt fyrir ofan það. B: Við erum búnir að læra greind- armælingar og kunnum að beita greindarprófum eftir Benet-Sim- sons-kerfinu, og kennarinn er bú- inn að mæla greind okkar allra, og þetta er geysilega spennandi. Nú skal ég greindarmæla þig og mömmu. Það verður gaman að vita, hvort ykkar hefur hærri greindar- vísitölu. Við leggjum töluna hundr- að til grundvallar og fyrir hverja spurningu, sem þið svarið rétt, fá- ið þið tíu stig, en fyrir hvert rangt svar verða tíu stig dregin frá. — Ef þið náið tölunni 160 með þessum hætti, eruð þið stórgáfuð, en ef þið fáið ekki nema 40 stig eruð þið van- gefin. M: Þetta er dálítið flókið. En við skulum samt reyna. B: Jæja, þá byrjum við. — Nú nefni ég fimm orð, og fjögur þeirra eru á einn eða annan hátt tengd saman, en eitt þeirra er sérstætt. Þetta er fyrsta spurningin: Epli, appelsína, bananar, tröllepli, fót- knöttur. Hvert þessara orða á ekki heima þarna? María: Fótknöttur. V: Bananar. (María og Benni litu furðu lostin á Vilhjálm). M: Hvernig getur þér dottið þetta í hug maður. Sérðu ekki að fót- knöttur er það eina, sem ekki er ávöxtur? B: Þetta er auðvitað rétt hjá mömmu. — Hún fær tfu stig, en ég dreg tíu frá þér. Hvers vegna nefnd- urðu banana? V: Nú, mér fannst það liggja í augum uppi. — Bananar eru aflang- ir, en allt hitt er hnöttótt. B: Jæja, við reynum þá næstu spurningu. En hugsaðu þig nú betur um áður en þú svarar, pabbi. Orð- in eru: Ljón, antilópa, sebradýr, gráspör, vatnahestur. V: Ljón. M: Gráspör. — Gráspör er fugl, hitt eru allt spendýr. B: Rétt hjá mömmu gömlu aftur. Nú hefur hún 120 stig, en þú hefur aðeins 80. M. (Alveg undrandi): Ljón? V. (Niðurlútur): Já, mér datt í hug, að Ijón væru það eina, sem gæti étið öll hin. En komdu með eina spurningu enn, Benni, þá skal ég standa mig betur. B. (Dró fram nýtt blað og las): Höfuð, háls, stráhattur, handleggir, fætur. Nú er best að pabbi fái að svara á undan þér, mamma. V: Ja, það er ekki gott að segja. M: Jú, það liggur í augum uppi, maður. Hugsaðu þig svolítið betur um. (Vilhjálmur hugsaði og hugsaði og tók um höfuðið). B: Svarið verður að koma áður en hálf mínúta er liðin. V: Fætur. M: Stráhattur. — Þú svaraðir skakkt enn einu sinni. Stráhattur er klæðnaður en hitt eru allt líkarhS- hlutar. V: Jæja, þegar þannig er Mti8 það. Mér datt í hug, að fæturnir væru það eina af þessum Mmrn hlutum, sem eru neðan við mitt'- M: Hamingjan hjálpi mér. V: Við skulum nú hætta þessu. Það er nú komið í Ijós, að greindar' vísitala mín er ekki nema 70, og Ú9 mun reyna að bjarga mér með hana framvegis sem hingað til. B: Prófið er ekki búið. Það eru enn þrjár spurningar eftir. Nú kem' ur sú fjórða og takið nú vel eftin- New York, Þrándheimur, London. París, Róm. Benni: Pabbi fyrst. V: Svaraðu bara, María. B: Nei, þú fyrst. V: Hve langur tími er eftir? B: Sex sekúndur, flýttu þér nú. V: New York. M: Þrándheimur. — Þrándheim' ur er héraðsborg, en hitt eru alla saman stórborgir og höfuðborgin V: Er það rétt hjá henni? Benni kinkaði kolli. M: Hvernig gat þér dottið í MUð að nefna New York? Hugsarðu Þ'9 ekkert um áður en þú svarar? V: Jú, mér datt í hug, að NeW York væri sú eina þessara borga> sem væri í Ameríku. Hinar eru all' ar í Evrópu. En nú sé ég, að Þránd' heimur er rétta svarið. B: Þú er kominn niður I 60 sti9> pabbi. Þú ert kominn í tölu vange^' inna. M: Þú segir ekki orð um þetta vio nágrannanna. — Það á ekki ao fleipra með það, sem gerist innan veggja heimilisins. Greindarprófið EFTIR WILLY BREINHOLST Gamanleikur í einum þætti. Persónur: Vilhjálmur, Marla og Benni. 44

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.