Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 4
■■■■ ■■■ Ræktaðu garðinn þinn 99 99 Nýkomiö er í bókaverslanir frá bókaútgáfunni Iðunni rit, er ber heitið „Ræktaðu garðinn þinn", og er höf- undur þessa rits Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri. Þetta er fræðslu- og leiðbeiningarit um ræktun trjáa og runna í 25 stuttum köflum auk formála, og í bókarlok eru skýringar á trjánöfnum og bókaskrá. Þá er í bókinni fjöldi mynda til skýr- ingar, er Atli Már hefur teiknað. Þetta er ekki fyrsta rit af þessu tagi, sem Hákon Bjarnason lætur frá sér fara. Fyrir 10 árum gaf hann út fræðslu- og leiðbeiningarit um rækt- un trjáa. Var það fjölritað og upphaf- lega ætlað til kennslu í Garðyrkju- skóla ríkisins, og upplag mjög tak- markað. í formála að riti því sem nú birtist er bent á, að eldri bækur um þetta efni séu löngu úreltar. Á allmörgum und- anförnum árum hefur verið flutt inn töluvert af trjá- og runnategundum, sem smám saman er að koma reynsla á, og í þessari nýju bók er skilmerki- lega skýrt frá þeirri reynslu, og líkum fyrir þrifum hinna ýmsu tegunda. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að leitað sé trjá- og runnaplantna úr heimkynnum er svipar til íslands, að því er varðar hitastig og veðurfar, og bent á að með áframhaldandi slíkri leit megi að líkindum enn auka fjöl- breytni veðurþolinna trjá- og runna- tegunda. Bókin ,,Ræktaðu garðinn þinn" er rituð á lipru og auðskildu máli, og ætti Hákon Bjarnason. að vera kærkomin handbók öllum sem fást við ræktun trjáa og runna, ekki síst byrjendum. Bókin er í hent- ugu broti, prentuð í Odda, lesmál 124 blaðsíður. Guðmundur Marteinsson. stöðugt í vöxt að fjölskyldur, hópar og einstaklingar utan af landi komi í Hlíðarfjall til að vera á skíðum. Og sumir koma aftur og aftur, ár eftir ár. í hótelinu eru 11 2ja manna her- bergi og svefnpokapláss fyrir um 70—80 manns. Þarna geta menn fengið leigð skíði og annað sem til þarf. Útbúnaður er til leigu fyrir 20— 30 manns, og skíðakennsla er á hverjum degi. ísafjörður — Seljalandsdalur Á Isafiröi hefur lengi verið tölu- verður áhugi á skíðaíþróttinni enda skíðaland ísfirðinga, Seljalandsdalur- inn, oft nefnt ..Paradís skíðamanna". Þar eru brekkur og gönguland við allra hæfi í fögru umhverfi. Árið 1968 var byggð skíðalyfta á Dalnum, eins og (sfirðingar kalla Seljalandsdalinn dags daglega, og upp frá því hefur áhugi almennings á skíðaiðkun farið ört vaxandi á ísafiröi og í nágrenni hans. Þar eru nú tvær skíöalyftur sem geta flutt þá sem það vilja svo gott sem upp á topp. Ekki hefur verið um neinar skipu- lagðar skíðaferðir til Isafjarðar að ræða þar sem aðstaðan til að taka á móti dvalargestum er ekki nógu góð ennþá. Reykjavík og nágrenni: Bláfjallafólkvangur Eitt vinsælasta skíðasvæðið í ná- grenni Reykjavíkur nú er Bláfjalla- svæðið, en þar er bæði fyrirtaks skíðaland og skemmtilegt umhverfi. Það var um páskana 1973 sem veg- urinn upp í Bláfjöll var fyrst opnaður. Þá var búið að koma þar upp ein- hverjum skíðalyftum og var strax mikill straumur af fólki þangað. Árið eftir var svo lagt rafmagn á staðinn og þá voru settar upp fastar lyftur. Þaö eru Reykjavík og sveitarfélögin í kringum Reykjavík ásamt Keflavík og Selvogi sem hafa sameiningu um að mynda þarna svonefndan Bláfjalla- fólkvang. Þessir aðilar sjá um rekst- urinn þar auk þess sem skíðadeildir íþróttafélaganna Fram, Ármanns og Breiðabliks hafa aðstöðu á svæðinu. Skálafell, Hamragil, Hveradalir En það eru fleiri skíðasvæði í ná- grenni Reykjavíkur en Bláfjöll. Til dæmis er mjög vinsælt að fara í Skálafell, en þar er Skíðadeild KR með aðstöðu. Svo eru ÍR-ingar búnir að koma upp ágætri aðstöðu í Hamragili, sem er neðan við Hengil- inn. Þar eru komnar lyftur upp á hæstu toppa, en snjórinn er þar held- ur óstöðugur, og svo er líka hægt að fara í Hveradali. ■■■■■ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.