Æskan - 01.02.1980, Síða 16
1. Það var einu sinni prins, sem var orðinn ákaflega
þreyttur á hirðltfinu og í einu orði sagt, hann var leiður á
því að vera prins. Hann langaði mest til þess að vera
frjáls og geta gert það sem hann langaði til. Þess vegna
tók hann sig til einn góðan veðurdag og hélt af stað út í
veröldina.
2. Prínsinn hafði tekið með sér 2 pyngjur fullar af
gullpeningum og alls staðar á leið hans varð fyrir hon-
um fátækt fólk, sem hann gaf af sjóði sínum og að
síðustu var allt gullið búið.
3. Þá seldi hann hestinn sinn og hinn glæsilega bún-
ing, sem hann kiæddist. Hann var samt í ágætu skapi og
hélt leiðar sinnar. Nú gat enginn séð annað en hann
væri venjulegur förusveinn.
4. Þegar hann hafði ferðast svona í margar vikur, kom
hann að krossgötum. Rétt við veginn var lítill bóndabær,
við gerðið stóð gamall bóndi og var heldur ófrýnilegur á
að líta.
5. Prínsinn var ekki viss um hvert halda skyldi, svo
hann tók ofan höfuðfat sitt og spurði brosandi: „Hvora
leiðina telurðu betri, afi gamli?" Við þetta varð sá gamli
alveg æfur.
sagði: „Ef þú hjálpar mér að tína eplin af trjánum í dag,
skal ég segja þér hvert þú átt að halda."
ÆSKAN er blað fyrir fólk á öiíu æviskeiði
14