Æskan - 01.02.1980, Side 24
Tvelr ungir námsmenn á JUNIOR-SCHOOL-ACEG.
Gönguferð um nágrennið. ACEG.
ciation of recognized English Lan-
guage schools (ARELS) þ.e.a.s.
Anglo Continental School of English í
Bournemouth og í „Federation of
English Language Course Organ-
izations (FELCO) þ.e. Jnternational
Vacation Centres" (IVC). ACEG er
einnig meölimur „European Fede-
ration of Schools (FE DE).
Frá byrjun hafa skólarnir viður-
kennt hinar ýmsu þarfir og stöðu
hvers nemanda. Þannig eru allt að 26
námskeið í gangi sem taka til mis-
munandi þarfa á sviði almennrar
kennslu í ensku. Má þar nefna
kennslu sem tekur til sérþarfa banka-
manna og viðskiptahölda, og kennslu
nemenda allt frá 8 ára aldri.
Þrátt fyrir víðfeðmi þessara nám-
skeiða kemur það fyrir að nemendur
þurfa á enn sérhæfðari menntun að
halda og eru þá útbúin sérstök
námsefni fyrir þá. Þannig hafa verið
samin námsefni fyrir ýmsar stofnanir
hins opinbera, leiðandi verslunar-,
iðnaðar- og menntastofnanir víðs
vegar að úr heiminum. Á þessum
námskeiðum hefur verið fjallað um
margvísleg sérfræðileg svið — allt frá
flugi til stjórnsýslu— frá flugstjórn til
hótelstjórnar og frá olíuverkfræði til
sérhæfðs náms á sviði lista og vís-
inda.
Til þess að ná árangri í kennslunni
eru notuð öll þau tæki sem skólinn
hefur yfir að ráða, þar á meðal kvik-
myndir, vinnustofur (laboratories)
sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir
tungumálakennslu, sjónvarp, upp-
tökur sem unnar hafa verið í skólan-
um o.s.frv. Þar að auki, ef um það er
að ræða að verið sé að kenna tækni
eða vísindamál þá eru fyrir hendi í
skólunum sérstakar vinnustofur sem
búnar eru tækjum, er snerta þjálfun í
viðkomandi verkefnum.
Námið fer þó ekki einungis fram í
skólanum. Það er sí og æ í gangi allan
daginn. Þess vegna höfum við valið
flestum námsmönnum okkar vist á
enskum heimilum sem sérstaklega
hafa verið valin til þessa. Það auð-
veldar nemandanum að tileinka sér
daglegt mál og líf landsmanna. Það er
mjög þýðingarmikil reynsla hverjum
og einum nemanda að kynnast þann-
ig fólki sem kann að byggja á annarri
hefð og menntun. Gisting á heimilum
veitirnemandanum einnig betra næði
til heimanáms og þar að auki er starf-
semi ,,ACEG welfare service" til ör-
yggis fyrir nemanda meðan á dvölinni
stendur, ekki síst þegar um það er að
ræða að nemendur eru kannski í
fyrsta skipti fjarri heimilum sínum. í
þessari stofnun starfa margir með
mikla og góða reynslu í að umgangast
nemendur.
í þessum stóra heimi villtrar sam-
keppni á öllum sviðum sem við búum
í, hefur ACEG viðurkennt þörfina á því
að ganga til móts við óskir margra
nemenda varðandi einkunnagjöf eða
viðurkenningu og undirbýr því sín
eigin prófverkefni og býr nemendur
einnig undir að taka þátt í prófum
annarra menntastofnana. Þannig er
ACEG viðurkennd stofnun til að
kenna ensku sem erlent tungumál og
veita þeim undirbúning og próf fyrir
,,The Royal Society of Arts".
En ACEG er ekki einungis nám af
þessum toga — kennarar og starfslið
hvetur nemendur til þátttöku í alls
kyns íþróttum, leikjum og útivist og er
það hluti námsins.
Takmark ACEG er að veita bestu
fáanlegu kennslu í ensku við bestu
fáanlegar aðstæður svo að nemand-
inn geti náð sem skjótustum og best-
um árangri í náminu. Allir kennarar og
starfsfólk starfa í þessum anda og
vinna stöðugt auk þess að því að
bæta grundvöllinn að náminu.
Það er enginn vafi á því lengur að
enska er að verða alþjóðamál og þar
sem allt nám er fjárfesting þá er það
áríðandi að slík fjárfesting sé gerð þar
sem árangur næst bestur og á sem
skemmstum tíma.
BRETLANDSEYJAR: LAND
MENNTUNAR OG ORLOFS
22