Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Síða 38

Æskan - 01.02.1980, Síða 38
Á þessum árstíma fá menn gjarnan þreytuverki í fæturna, líkt og væru þeir með vaxtarverki í liðunum. Það er erfitt að sofna, ef manni er illt í fótunum. Gott er að fara í fótabað á kvöldin og setja jafnvel fótasalt í baðið. Hugsaðu um fæturna, þegar þú berð á þá krem- Það er gott að bursta þá rækilega og bera á þá olíu, sem mýkir húðina. Enn- fremur er gott fyrir þá, sem standa daginn út og inn að fá eitthvað, sem örvar blóð- rásina. Hafðu hátt undir fótunum, ef vökvi safnast í öklaliði og liðamót. Hvílík hvíld! 37 stiga heitt fótabað fyrir svefninn er ágæt hvíld. Brunaverkir, sviði og eymsli í fótum hverfa og manni líður betur. Það er hægt að skipta um fótasalt, en slíkt er ætlað til að lina og bæta verki í þjáðum fótum. Það er líka gott að kaupa olíu til að koma í veg fyrir þurra fætur. Notið burstann til að nudda fæturna Það er nauðsynlegt að eiga góðan, harðan nagla- burta tll að hlrða á sér fæturna. Fyrst á að bursta neglur og tær vel, en síðan hælana alla og iljarnar líka. Það er rétt að bursta vel yfir fæturna, um leið og þelr eru þerraðir. Snúðu tánum frá og tll um leið og þú þerrar þær. Eitt strok á dag mýkir hælana Húðin á haelnum og undir ristinni mýkist við fótabaðið, svo að auð- velt er að strjúka hana af með pimpsteini, pórólít eða öðrum efnum. Það myndast ekkert slgg undlr iljunum, ef strokið er daglega undan þeim, og sokkarnir slitna ekki jafnmikið. Það á ekki að skrapa slggið af í byrjun, því að um það sér fótsnyrtlrinn. Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA 32

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.