Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 42

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 42
<<»»SKÁTAOPNAN« Jfr Þegar þú velur þérföt til aðferðast í er þýðingarmest að þau séu úr þægi- legu og góðu efni. Ull er hið ákjósan- legasta efni í fatnað til vetrarferða. Ullarhárin eru fjaðrandi, jafnvel þótt þau séu blaut en í ullinni myndast loftrúm sem útilokar kuldann. Samt er ullin svo opin að skipti á lofthjúpnum geta farið fram. Betra er að vera í tveimur þynnri peysum en einni þykkri. Gallabuxur eru óhentugar buxur að því leyti að þær eru lengi að þorna svo ef þú átt buxur úr öðru efni skaltu heldur nota þær. AÐ GANGA A SKIÐUM VETRARFERÐIR Á vetraráætlunum allra skátasveita eru nokkrar skálaferðir og þegar þetta birtist eru þið sennilega flest búin að fara að minnsta kosti í eina skálaferö, en betra er seint en aldrei og því ætla ég að koma hér á framfæri nokkrum minnisatriðum varðandi vetrarferðir. Gættu þess að allur útbúnaður þinn sé í lagi áður en þú leggur af stað og láttu fjölskyldu þína vita um áætlaðan komutima. Taktu með þér nægan fatnað og mat en þó ekki of mikið. Ef gengið er til skálans gættu þess þá að dragast ekki aftur úr og ekki æða áfram í ofurkappi því þá segir þreytan fljótar til sín. Haltu þig við hópinn. Gakktu vel um skálann. Ef að þú hefur áhuga á að kynnast skíðagönguíþróttinni og ætlar að festa kaup á til þess gerðum útbún- aði, þarftu fyrst að gera upp við þig hvort þú ætlar að ganga á skíðum þér til hressingar og gamans, eða hvort þú ætlar að æfa skíðagöngu með keppni í huga. Hafir þú áhuga á hinu síðarnefnda skaltu leita til íþróttafé- laganna eða annarra sem með slíkt hafa að gera. En ef þú ætlar að ganga á skíðum þér til skemmtunar skaltu hafa eftirfarandi í huga við kaup á út- búnaði. Gönguskíðum er skipt í 3 flokka, túrskíði, létt túrskíði og keppnisskíði. Létt túrskíði eru vinsælust, enda sameina þau styrkleika túrskíðanna og léttleika keppnisskíðanna. Skíðin sjáif: létt túrskíði eru 5—5,5 sm á breidd, keppnisskíði eru mjórri, en túrskíði breiðari. Lengdina finn- urðu með því að teygja höndina upp. skíðin eiga að ná upp að úlnlið. Það gerir samt ekki mikið til þó að þetta muni nokkrum cm og ef þú ert þung(ur) miðað við hæð, þá eiga skfðin að vera aðeins lengri. Rifflaðir botnar eru góðir t. d. á troðnum brautum en vel smurð skíði eru samt betri en skíði með riffluðum botnum. Skórnir eiga helst að vera úr leðri og fóðraðir að innanverðu. Þeir eiga að vera svo víðir að þú komist í þá í tvennum ullarsokkum. Hér á landi eru nær eingöngu fáanlegar tábindingar (..Rottugildrur") og er því varla um annað að ræða en að kaupa þær. Stafirnir eiga að ná upp í handar- krika. Það er miklu mikilvægara að stafirnir séu af réttri lengd heldur en skíðin. Ef þeir eru of stuttir þá 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.