Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 4
Sumarið er framundan, ásamt langþráðu skólaleyfi. Myrkrið og vetrarkuldinn eru á braut og lífið fær á sig annan blæ. Dagarnir lengjast, næturnar verða bjartar og náttúran klæðist sínu fegursta skarti. Þetta er sá árstími sem börn og unglingar hlakka einna mest til. Skólinn er að baki og þau tala um „frelsi". Þá er hægt að gera svo margt sem hugurinn girnist. Margir unglingar komast í kynni við atvinnulífið og um leið fá þeir kaup, sem gerir þeim kleift að eignast hluti og gera eitthvað skemmtilegt í tómstundunum. Já, sumarleyfið er tilvalið til ferðalaga, hvort sem það er á bíl, hjóli eða hreinlega tveimur jafnfljótum. Öll höfum við lesið sögur um unglinga sem fara í útilegu og lenda í ýmsum ævintýrum. Stundum komast þeir í kast við bófa- flokk, dularfullan draugagang eða lenda í öðrum háska. Hver kannast ekki við ævintýrin eftir Enid Blyton? Við vitum að þessar sögur eru fjarri því sem gengur og gerist, en samt er gaman að fá að lifa sig inn í atburðarásina og þurfa á engan hátt að bera ábyrgð á henni. Þó að hæpið sé að við komumst í kast við óaldarlýð eða lendum í afreksraunum þá getur verið mjög gaman að vera í útilegu. Hvernig væri annars að stefna að einni slíkri í sumar? Nokkrir unglingar gætu tekið sig saman og farið með tjald (eða tjöld) á einhvern afvikinn og skemmtilegan stað. Að vísu eiga ungmenni í fjölmennu þéttbýli erfitt un1 vik að finna rólegt og ósnortið umhverfi til að tjalda í- ^ þarf langt að leita. Þá kemur helst til greina, að fara á stað' þar sem menn þekkja einhverja eða einn er kunnugur og Þa kannski með rútu eða einkabíl. Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en farið er í útilegu: Staðurinn Hvert á að fara? Langt eða stutt? Er hægt að fara gangandi eða hjólandi? Verðið þið kannski að fá einhvera til að aka ykkur? Hver getur gert það? Hvenær á að fara , Æskilegt er að fylgjast vel með veðurspá dagana áður að fátt er óskemmtilegra en að þurfa að hörfa af tjaldsta vegna rigningar eða hvassviðris. Þið skulið stefna a ákveðnum dögum til útilegunnar svo að undirbúnin9ur verði góður. Tjaldstæðið þarf að vera þar sem lækur rennur enda vatn ómissandi, og einnig þar sem skjólgott er. " fyrst af öllu þurfið þið leyfi frá foreldrum ykkar til útileð unnar. Tjaldið Hver á tjald? Einhver í hópnum? Ef svo er ekki, hvar er þá hægt að fá það lánað? Það þarf að vera nægilega sto svo að allir geti sofið í því og farangur komist fyrir. sakar að hafa tjaldhimin með til að hlífa tjaldinu fyr'r rigningu og roki. Farangur Hvað þarf með? Þið þurfið að áætla mat og kostnað- getur verið ágætt að búa til lista og kaupa vistir sameigin lega. Suman mat má kaupa tilbúinn, t. d. sviðasultu, o. fl. Annan má sjóða heima við og geyma til fararinnar_ svo sem kindasvið og hangikjöf. Spölkorn frá tjaldinu 9et þið búið til eldstæði (hlóðir) og þar er hægt að snöggsj0 mat; pylsur, fiskibollur, fiskibúðing, svo að eitthvað se nefnt. Þá þurfið þið að hafa áhöld til þess. Ekki er ráöle9 að vera með gastæki (prímus) nema einhver fullorðinn ley 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 5.-6. Tölublað (01.05.1983)
https://timarit.is/issue/304853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5.-6. Tölublað (01.05.1983)

Aðgerðir: