Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1983, Side 10

Æskan - 01.05.1983, Side 10
Þróun svifdrekaflugs hefur verið ör á síðustu árum og drekaflugið nýtur vaxandi vinsælda mm i* • ' WÉhíimBHI Svifdrekaflug hefur notið vaxandi vin- sælda á undanförnum árum, en rætur þessa flugs má þó rekja langt aftur í aldir. Draumur mannsins hefur lengi verið sá að fá vængi og geta flogið eins og fuglinn. Og hver man ekki eftir frá- sögninni um flugtilraunir Ottos Lilient- hal? Lilienthal notaði ýmsar gerðir af svifflugum, þessar tilraunir hans urðu kveikjan að flugvél Wright-bræðranna, og eins og allir vita hefur þróun flugvél- anna verið mjög ör. Svifdrekarnir gleymdust hinsvegar og það var eigin- lega ekki fyrr en um 1972 að rykið var dustað af þessum gömlu flugförum. Nokkru fyrr, eða um 1948, hafði Fran- cis M. Rigallo sótt um einkaleyfi á væng sem var einfaldur hólklaga flug- dreki, sem hélt vænglagi sínu á flugi fyrir áhrif loftstreymis um vængina. Síðar varð til dreki með keilulaga vængi og fjögur rör mynduðu grind hans. Þrjú röranna mættust í punkti sem mynd- aði nef drekans, þ.e. tvö vængrör og kjölurinn, en fjórða rörið lá þvert á hin þrjú og hélt þeim í réttri stöðu. Á grindina var síðan fest segl, og þarna var komin undirstaðan að þeim drekum sem síðar urðu vin- sæiastir. Ýmsar hugmyndir voru um notagildi slíkra dreka, og gerði NASA, geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, ýmsar til- raunir um mögulega notkun drekanna, m. a. voru gerðar tilraunir með að láta geimför svifa til jarðar með aðstoð drekanna að afloknu flugi um geiminn, en þar sem árangurinn af þessum til- raunum var ekki í samræmi við tilkostn- að, var þeim hætt. Þá var einnig reynt að finna hagnýtt gildi fyrir Rigallo- vænginn, m. a. var drekinn knúinn hreyfli, og þetta hugsað sem upphaf að ódýru skemmtiflugi fyrir almenning- Það var ekki fyrr en árið 1972 að Fran- cis Rigallo smíðaði dreka sem ætlaður var til að hefja menn á loft. Þessi dreki, ásamt þeim sem fram komu um svipað leyti, var í grundvallaratriðum svipaður forverum sínum, en öllu ein- faldari í uppsetningu. Flestir voru komnir með stjórnhyrnu neðan úr kilin- um og annan útbúnað sem styrkti mik- ið, hvort sem um var að ræða álag ofan eða neðan á drekann. Drekunum var eingöngu stjórnað með þyngdartil- færslu og þar sem þeir voru auðveldir i 10

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.