Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 8
Kristján Harðarson er einn af efnilegri íþróttamönnum þessa lands. Síðastliðið sumar tryggði hann sér sæti í A-landsliðinu í frjáls- um íþróttum, þá aðeins 18 ára. Þá hafði hann stokkið lengst 7.35 m í langstökki en það er besti árangur íslendings um nokkurt skeið. ís- landsmetið í þessari grein á Vil- hjálmur Einarsson, 7.46 m en það er rúmlega tuttugu ára gamalt. Mið- að við aldur Kristjáns eru allar líkur á að honum takist að bæta metið. Kristján er nemandi í Menntaskól- anum í Kópavogi og lýkur væntan- lega stúdentsprófi næsta vor. í sumar starfar hann hjá Landsbanka íslands. 11 ára á AndrésarrAndar- leikana „Ég átti heima í Stykkishólmi til 15 ára aldurs,“ sagði Kristján er hann var spurður um uppvaxtarár sín. „Ég byrjaði ekki að æfa frjálsar íþróttir fyrr en 10 ára með ung- mennafélaginu á staðnum. Þá tók ég þátt í barnamótum héraðssam- bandsins. 11 og 12 ára var ég val- inn til að keppa á Andrésar-Andar- leikunum í Noregi. Það voru eftir- minnilegar og skemmtilegar keppn- isferðir." Fyrra árið á leikunum sigraði Kristján í langstökki, stökk 4.73 m og varð annar í 60 m hlaupi. En hvernig var aðstaðan í Stykkis- hólmi til íþróttaiðkana? „Hún var ágæt fyrir fótbolta- og körfuboltamenn. En þegar ég miða við aðbúnað frjálsíþróttamanna í Reykjavík hlýt ég að viðurkenna að hún hafi verið léleg. Ég held að ég hafi líka verið eini strákurinn sem var að hlaupa þetta og æfa á íþróttavellinum. Hinir voru allir í fót- boltanum á sumrin." „María Guðnadóttir, frjálsíþrótta- kona, átti einna mestan þátt í að hvetja mig. Hún æfði sjálf mikið ein- Magnús Pálsson íþróttakennari efldi íþróttalífið talsvert í Hólrninum þegar ég var 12 og 14 ára. Þá fóru fleiri að taka þátt í frjálsum íþrótt- um. Núna er svo komið að frjálsar íþróttir eru vinsælastar meðal barna og unglinga í Stykkishólmi " Voru mikil viðbrigði að flytjast úr sjávarþorpi á Snæfellsnesi og tN Reykjavíkur? „Já, hér eru miklu meiri mögu- leikar fyrir íþróttamenn. Það var fyrst hérna sem ég fór að æfa kerf- isbundið. Hér er líka sæmileQ aðstaða til að stunda innanhússaef- ingar á veturna. Það skiptir tals- verðu máli. Aðrir kostir við Reykja- vík eru kannski þeir að skemmtana- iífið er fjölbreyttara. Hér er hægt að velja á milli bíómynda á einu kvöldi og eins dansstaða svo að eitthvað sé nefnt. Ókostirnir eru aftur á mót1 streitan. Alltof margir virðast þurfa að flýta sér óskaplega og miklar fjarlægðir eru á milli staða. Mér Kristján Harðarson tekinn tali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.