Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 16
y
Þremur mínútum síöar lá afbrota-
maðurinn þarna fyrir framan þá,
heftur og bundinn, svo að hann gat
hvorki hreyft legg né lið. Nú 'gátu
drengirnir andað léttar, því að þetta
var sannarlega bæði erfitt og
taugaæsandi verk.
„Við skulum binda hann fastan við
tréð þarna, og síðan gerum við
hreppstjóranum viðvart," sagði
Róbert.
Það heyrðust margvísleg hljóð
frá manninum í pokanum, en það
var ekki svo auðvelt fyrir hann að
gera sig skiljanlegan, þar sem
drengirnir höfðu bundið svo kirfi-
lega fyrir munninn á honum, enda
skildu þeir ekki eitt einasta orð af
því, sem hann reyndi að segja.
Hreppstjórinn varð bæði undr-
Íandi og glaður, þegar Anton kom
inn á skrifstofu hans og skýrði frá
því, að Róbert bróðir hans héldi
vörð yfir afbrotamanninum, sem
auglýst var eftir.
Hreppstjórinn þreif embættishúfu
sína af snaga á veggnum og fylgdi
drengnum eftir.
Anton minntist þess ekki að hafa
nokkurn tíma áður fundið svona
mikið til sín. Þegar þeir komu á
staðinn, sat Róbert á steini í þriggja
metra fjarlægð frá bandingjanum.
„Já, einmitt það,“ sagði hrepp-
stjórinn og virti manninn í pokanum
fyrir sér, „svo að þið hafið klófest
afbrotamanninn þarna.“
Hann færði sig nær honum og
ýtti svolítið við honum. Um leið
reyndi fanginn að gefa frá sér
óskiljanleg hljóð.
„Við verðum að losa svolítið um
hann svo hann geti gert sig skiljan-
legan,“ sagði hreppstjórinn, um
leið og hann dró lítinn hníf upp úr
vasa sínum. Síðan risti hann gæti-
lega stóra rifu á pokann, svo að
andlit fangans sást greinilega. Ant-
on og Róbert áttu bágt með að
Þessi sjó-skíðakappi mun vera
sá yngsti sem fæst við þessa
íþrótt í heiminum. Aðeins sex
mánaða gamall fór hann sína
fyrstu ferð og nokkrum mánuð-
um síðar var hann búinn að ná
mikilli leikni í íþróttinni. Það þarf
ekki að taka það fram að foreldr-
ar hans eru sjóskíðakennarar og
snáðinn er nú kominn í heims-
metabókina.
skella ekki upp úr, þegar þeir sáu,
hvað maðurinn var undrandi og
spyrjandi á svipinn. „Hvað á þetta
eiginlega allt saman að þýða?“
hrópaði hann. „Hér er ráðist á frið-
samt fólk, án þess að það fái tæki-
færi til að verja sig, og svo er sjálfur
hreppstjórinn í samsærinu.l
„Takið það rólega, maður minn,“
sagði hreppstjórinn, „ég veit ekki
til, að þér hafið orðið fyrir svo miklu
aðkasti, en nú gefst yður tækifæri
til að segja til nafns yðar.“
„Ég heiti Friðrik Albertsson, og
það hef ég heitið síðan presturinn
skírði mig,“ sagði ókunni maðurinn,
„og aldrei nokkurn tíma hef ég gert
neitt, sem gefur tilefni til þess, að á
mig sé ráðist. Ég er á leið til systur
minnar og manns hennar, sem búa
hér í grenndinni. Hún heitir Álfhildur
og hann heitir Kári, og þau eiga tvo
drengi, sem heita Anton og Róbert.
Þetta er í fyrsta skiptið, sem ég fer
til að heimsækja þau, síðan þau
giftu sig.“
„Þarna skall hurð nærri hælum,“
sagði hreppstjórinn og gaut augun-
um stríðnislega til drengjanna, sem
stóðu hreyfingarlausir og andlitin voru
að sjá eins og stór spumingarmerki.
Þeir litu hvor á annan og litu
síðan á manninn í pokanum og
sögðu báðir í kór: „Friðrik frændi."
Síðan bætti Anton við: „Og við sem
héldum, að þú værir afbrotamaður-
inn, sem auglýst var eftir í útvarpinu."
Svo fékk Friðrik frændi að heyra
alla sólarsöguna, og þar sem hann
var maður sem kunni að taka góðu
gríni, veltist hann um af hlátri.
Hreppstjórinn gat heldur ekki stillt
sig, og í fyrstu var ekki laust við, að
bræðurnir væru skömmustulegir.
„Þú hefðir í öllu falli getað klaett
þig í öðruvísi föt,“ sagði Róbert, og
þar var bróðir hans honum hjartan-
lega sammála.
Sigríður J. Hannesd. þýddi.