Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 26

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 26
GULLHAMSTUR Gullhamsturinn er þó nokkuö minni en naggrísinn, en þarfnast nokkurn veginn sömu umhirðu og fæöu. Hann vill þó gjarnan fá einstöku sinnum svo- lítið kjöt eða orma. Gullhamsturinn sefur megnið af deg- inum og þarf því að hafa lítinn svefnkassa í búrinu sínu. Á kvöldin vaknar hann upp og er þá mjög líflegur. Hann er vanur að hamstra þ. e. troða kinnpokana sína fulla af mat og tæma þá síðan inn í svefnkassanum sínum þar sem hann kemur sér upp forðabúri. Hann tæmir kinnpokana með því að nudda kinnarnar með framlöppunum. Gullhamsturinn getur orðið mjög hændur að fólki, hann er einnig vanur að vera mjög rólegur og friðsamur og er því ákjósanlegt heimilisdýr. Það er best að hafa aðeins einn hamstur í hverju búri því annars getur það endað með því að þeir bíti hvor annan til bana. Ef fjölgunar er óskað, þarf auðvitað að láta karldýr og kvendýr saman, en þá skal þess gætt að láta kvendýrið inn til karldýrsins. Eftir pörun er kvendýrið sett aftur í sitt búr og látð hafa hey, tréull, mjúkar tuskur eða eitthvað sem það getur not- að til að búa til hreiður. Bómull má alls ekki nota því dýrið getur kafnað við að troða henni í kinnpokana. Kvendýrið gengur með í 14-16 daga og eignast vanalega 6-10 unga, en einstöku sinnum kemur fyrir að þeir verða allt að 20. Unga getur gullhamst- urinn eignast sjöttu hverja viku. Gæta verður þess vel að trufla ekki móðurina meðan ungarnir eru litlir því annars bítur hún og getur jafnvel tekið upp á því að bíta alla ungana sína til bana. Eftir að ungarnir hafa sogið í ca. 10 daga og hafa opnað augun koma þeir út úr hreiðrinu og byrja að éta sjálfir. Ungarnir geta bjargað sér þegar þeir eru þriggja vikna og þeir eru fullvaxnir og kynþroska þegar þeir eru 3-4 mánaða. Gullhamstrar verða 3-4 ára. Gullhamstrar eignast vanalega 6-10 unga í goti. Þeir geta eignast unga sjöttu hverja viku. Nú er tíminn Flestar stúlkur hafa gluggablóm í herberginu sínu - og sumar safna kaktusum - og þegar kemur fram í mars er hvíldartíminn hjá þessum jurt- um liðinn. Þegar sólin fer að hækka á lofti fara þær að vakna af vetrardvalan- um, og þá verður að hlúa að þeim- Þess vegna er tími kominn til að at- huga, hvort ekki þarf að flytja þær í stærri pott og setja þær í nýja mold. Reyndu að ná blóminu úr pottinum og hvolfdu honum fyrst, svo að sem mest af gömlu moldinni loði við ræturnar. Bi það sýnir sig að ræturnar ná alveg út úr moldarkögglinum og hafa svo að segja étið upp alla moldina þá er kominn tími til að láta jurtina í stærri pott. Þú mátt fyrir alla muni ekki hrista gömlu mold- ina af. - Nú leggur þú glerbrot yfir botngatið á nýja pottinum, lætur síðan slatta af mold í botninn og setur svo plöntuna með gömlu moldinni ofan I og fyllir með mold utan með, þangað til hún erorðin stöðug og moldin hæfilega þétt. Loks vatnar þú plöntunni vel, og lætur hana ekki standa á sólríkum stað fyrstu dagana. Og innan skamms muntu sjá að plantan þrífst vel eftir bústaðaskiptin. Loks er að minnast á moldina, sem þú notar. Þú verður að gæta vel að því að ekki séu maðkar í henni, og hún má ekki vera of kjarnmikil. Ef moldin er mjög feit, þá skaðar ekki að blanda hana með sandi. En ekki má vera leir í moldinni. Og þú skalt aldrei mála jurtapottana þína. Þeir verða að vera hrufóttir, en málningin gerir þá þétta, svo að moldin í pottinum getur orðið súr von bráðar. Ef þú vilt dubba upp jurta- pottana þína geturðu sett utan um þá hrjúfan pappir með fallegum lit. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.