Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Síða 52

Æskan - 01.05.1983, Síða 52
 Skólabátar Aflinn var hlnn fjölbreytilegasti. Fiskiskipstjórar framtíðarinnar? Haustið 1981 var ráðist í útgerð skólabáts frá Reykjavík. Samtals 110 nemendur úr sjóvinnu- deildum skólanna í Reykjavík og Kópavogi fóru í dagróðra, og tókst mjög vel til í alla staði. Á síðastliðnu hausti var þessi framkvæmd endurtekin. Sami bátur var tekinn á leigu, en þátttakendur verða nú fleiri. Þeir eru auk Reykjavíkur og Kópavogs, skólar í Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi og frá Suðurnesjum, með samtals 170 nemendur. Fiskifé- lagið sér sem fyrr um skipulagningu og framkvæmd í samvinnu við viðkomandi skóla. Álftamýrarskóli í Reykjavík reið á vaðið með þessa framkvæmd og hefur Ragnar Júlíusson skólastjóri átt þar stærsta þátt í að gera þetta mögulegt. Margir aðrir hafa lagt hönd að verki, sem ber að þakka. Búið er að fara í 16 róðra, en róið er með handfæri, ýsunet, lúðunet og línustubb. Hver hópur, 7-8 nem- endur, fer í 1 -2 róðra. Auk veiðarfærakennslunnar er nemendum kennd siglingafræði, siglingareglur og þeir kynnast almennri sjómennsku í raunveruleik- anum. Allt hefur gengið mjög vel, og afli fjölbreytilegur, t. d. ýsa, þorskur, lúða, koli, háfur, skata, krabbi, selur og hnísa, sem reyndist vera með nær fullþroska fóstur. Nemendur hafa sýnt mikinn áhuga og dugn- að, komið að landi Ijómandi af ánægju og veiðigleði. Þeirri reynslu, sem fæst af þessari framkvæmd, verður að sjálfsögðu miðlað til annarra byggðarlaga. en áhugi fyrir útgerð skólabáta er vaxandi víða um land. Að tengja námið raunveruleikanum með þessum hætti auðveldar okkur að ná markmiðum með kennslu í sjóvinnu, sem er m. a. að kenna nemend- um nokkur undirstöðuatriði starfa tengdum sjávarút- vegi, samfara því að glæða skilning ungmenna á vel unnu handverki. Einnig að námið geri nemendur færari að takast á við þau verkefni sem bíða þeirri úti í þjóðfélaginu og veki áhuga nemenda á að takast á við ný og ólík viðfangsefni. ____ Þ.Kr.V. Nemendur úr Sjóvinnudeild Álftamýrarskóla komnir að landi úr vel heppnaðri veiðiferð. Skólabátar 52

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.