Æskan - 01.05.1983, Side 19
Ur'nn sér rétt sem snöggvast. Allt
9ekk að óskum, litla lambið var bólu-
Sett eins og hvert annað líflamb.
andaði fóstran léttar en nokkru
sinni fyrr, hún vissi að faðir hennar
tæri ekki að slátra lambi sem ekki
m®tti nýta til fulls. Því var það
n®sta svar við ákvörðun um líf eða
dauða lambsins, að ekki væri ráð
að lóga því, fyrst búið væri að bólu-
Setja það.
^aestu áhyggur voru, hvernig
mundi ganga með lambið þegar
Vetraði, og fé tekið í hús, gæti litla
kindin sameinast öðrum kindum?
^ún sem alin var upp með
mönnum. En allar slíkar hugsanir
v°ru óþarfar. Lambið varð eitt af
lembunum, sem áttu lífið framund-
an> svo langt sem auðnan leyfði,
a^eins nokkur ár, því um þessar
mundir geisaði hér á landi veiki í fé
Sem nefnd var mæðiveiki og hún
Varð þessari kind að aldurtila eins
°9 svo mörgum öðrum kindum á
Peim tíma.
^nginn efi er, að bólusetning
^mbsins átti stóran þátt í lífgjöf
pess. Því hefur bólusetningarmað-
Ur|nn verið mikið lofaður af ungu
ambfóstrunni, sem nú er fullorðin
Ve*> °9 velgjörðamaðurinn genginn
a vit feðra sinna fyrir allmörgum
árum.
Alla ævina hefur fóstran borið í
'jósti þakkir fyrir þetta vinarbragð,
ar hann sýndi með bólusetningu
ambsins. Hún var lífgjöf Heima-
Uutar, en það var nafn heimaln-
'n9sins.
Vigdís Einarsdóttir.
Við höfðum boðið frænku okkar
sem er 78 ára gömul í viku ökuferð
um Jótland. Hún var glöð eins og
barn og ákveðin í að fá eins mikið
út úr ferðinni og mögulegt væri. Við
létum hana merkja við þá staði,
sem hana langaði mest að sjá.
Lengsta ferð sem hún nokkru
sinni hafði farið áður var til Álaborg-
ar sem var 40 km frá heimili
hennar.
Við skipulögðum ferðina eins og
hægt var eftir óskum hennar, en
það kom fljótt í Ijós að ferðaáætlunin
stóðst ekki. Hún var ekki ánægð ef
við ókum fram hjá kirkju eða kirkju-
garði, án þess að stansa. Áhugi
hennar var takmarkalaus, og hún
spurði alla sem hún hitti í bæjum og
þorpum um alla mögulega og
ómögulega hluti. Hún vildi sjálf
kaupa nesti sem við keyptum til
dagsins, því þá gat hún talað við
afgreiðslufólkið í búðunum, og hún
sleppti aldrei að bera saman þorpið
sitt og staði sem hún kom til, því
eins og hún sagði hafði fólk gott af
að heyra hvernig væri ann-
arsstaðar.
Hún hafði aldrei fyrr búið á hóteli,
og hún naut þess þegar við á kvöld-
in settumst að á hóteli og borðuð-
um kvöldverð.
Hún var óþreyttust af okkur öll-
um, og næsta morgun fór hún eld-
snemma á fætur og fór út að
skoða bæinn. Þegar við svo kom-
um til morgunverðar hafði hún þeg-
ar skoðað ýmislegt. Hún var með
stílabók þar sem hún skrifaði ná-
kvæmlega í, til að gleyma ekki að
segja frá öllu þegar hún kæmi
heim.
Við vorum mjög ánægð að sjá
okkar kæru frænku svona hressa
og úthaldsgóða, og hvað hún fékk
mikið út úr ferðinni. Þegar hún var
ung fór fólk ekki í ferðalög eða
skemmtitúra eins og nú.
Hún dó 90 ára gömul, en meðan
hún lifði talaði hún alltaf um ferðina,
og það sem kynntist í „ferðinni"
rýrnaði ekki að gæðum er árin liðu.
Eftirmáli
Af lýsingunni finnur maður gleði
hennar yfir öllu stóru og smáu sem
ferðin bauð upp á. Þegar maður
heyrir um slíka gleði vegna ferðar-
innar verður maður ergilegur yfir
eigin heimtufrekju og óánægju.
Kannski finnast hér og þar gaml-
ar frænkur sem yrðu hamingjusam-
ar af álíka ferð.
En hvað með gleðina af að
gleðja aðra?
M.H. þýddi úr dönsku.
Huggaðu alfaðir, góða barnið blíða
bjartir guðs englar vermi hugans mál.
Réttu út föðurarminn þekka, þýða,
þroskaðu drottinn barnsins hreinu sál.
Gefðu því ró svo friðinn finna megi,
friðarins engill gleðji hjarta þitt.
Hamingju boði á þínum verði vegi,
Verndaðu drottinn elsku barnið mitt.
(Árni Erasmusson)
19