Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Síða 23

Æskan - 01.05.1983, Síða 23
„Krakkarnir kölluðu mig prófessorinn“ °9 kostaöi lítiö. Ég sé ekki eftir því. Núna á ég gamla, tveggja hreytla flugvél, og svo „Frúna" meö öðrum. Ég eyði miklum tíma í þetta áhugamál. Konunni finnst oft furðulegt þegar ég Þarf að fara út á næturnar til aö snúa Þeim fyrir vindinum eöa setja þær inn °9 út. Það þarf mikið stúss í kringum þær alveg eins og hesta.“ ~ Ehu aldrei hræddur að fljúga? ”Jú, jú, ég er flughræddur að upplagi °9 var alltaf flughræddur áður en ég tók prófið. Það er máitæki sem segir að til s®u tvær gerðir af flugmönnum - það séu hræddir flugmenn eða dauðir flug- æenn. Það er „mottó" sem allir flug- æenn ættu að hafa fyrir kjörorð. Ég get haett við að í hvert sinn sem ég flýg yfir sió þá klæðist ég sérstökum flotgalla. hetta er alltaf spurningin um að vera v'ðbúinn öllu." Nú var Ómar kallaður upp á svið og var svo eldsnöggur að við vissum ekki fVrr en hann var horfinn. Þegar hann haté' sagt nokkra brandara og sungið e'ff rokklag kom hann aftur baksviðs, ^óður og másandi. Svitinn lak af hon- Urn en hann lét það ekki aftra sér og hé'f éfram spjallinu eins og hann hefði a|drei gert hlé á því. Tíminn var naumur. H^ekkst tvisvar á Og áfram með flugið. Hefurðu einhvern tíma lent í beinni lífshættu á f|ugvél? „Ekki svo ég viti. Mér hefur að vísu ekkst tvisvar á í lendingu en það ^akaði engan. Lendingarhraðinn ersvo 'll1 á litlum vélum að maður getur u9sanlega skrámst eitthvað - í mesta iagi,- Svo við tölum um rallið, hvað er sv°na eftirsóknarvert við þessa íþrótt Þar senn menn eiga i hættu að stór- skemma bíla sína? ”Það fer eftir því hvernig er ke^ aö er hægt að fara í rall án þess skemma bílinn. Ég get sagt þér li ærni frá Ljómarailinu í fyrra. Þá kep Urn við á bíl sem var keyptur með sti Urri fyrirvara og seldum hann svo af s>rax eftir keppnina. Hann var í þ góðu ástandi að við fengum 10.000 krónum meira en við keyptum hann á. Að vísu með öðrum kjörum og breyttu verðlagi. Þannig að þú sérö að það er hægt að eiga þessa rallbíla án þess að skemma þá. Þú spyrð hvað sé svona eftirsóknar- vert við rallið. Skíðamenn hafa gaman af því að fara niður svigbrekku. Þetta er alveg nákvæmlega það sama; maður er alltaf að reyna að sveifla bifreiðinni gegnum hliðin án þess að fara út af veginum." - Er rallíþróttin ekki dýr? „Jú, hún er dýr - víst er það. Allar íþróttir eru dýrar. Það er líka að fara í iaxveiði. Þar eyða menn líka bensíni." Bindindið — mikils virði - Er eitthvað til í þeim orðrómi að þú sért að leggja rallið á hilluna? „Já, ég var að gæla við þá hugmynd. Ég er að minnsta kosti búinn að breyta um stíl og fer ekki í hvert einasta rall eins og ég gerði. Við getum sagt að rallið komi í staðinn fyrir brennivínið. Menn detta í það við og við. Ég tók snemma ákvörðun um það að verða bindindismaður og mun aldrei geta þakkað það nógsamlega eða undir- strikað hvað ég held að það hafi fært mér mikið lán i lífinu. Ég þóttist sjá að ég væri þannig manngerð að ég gæti ekki ráðið við vínið. Ég á t. d. afskap- lega erfitt með að neita mér um kók og prins póló. Þarna sérðu hvernig ég er.. .“ Það hrín í Ómari. Umræðan snerist um annríki hans. Dettur honum aldrei í hug að draga úr vinnu sinni? „Jú, það hvarflar stundum að mér. Það má segja að maður hafi gert of mikið af of mörgu. Nú, hvað um það, fjölskyldan er stór svo maður getur ekki hætt svo glatt." - Kvarta börnin þín aldrei undan fjarveru þinni frá heimilinu? „Nei, þau gera það ekki, greyin. Ég er eiginlega alveg hissa hvað þau hafa verið þolinmóð öll þessi ár. En maður reynir nú að gefa sér tíma til að taka skák við strákana. Krakkarnir hafa stundum farið með mér út á land þegar ég hef verið að skemmta. Þegar ég var íþróttafréttamaður þá fóru strákarnir oft með mér í leiki." Ekkert sumarfrí í 20 ár - Tekurðu aldrei sumarfrí? „Nei, ég skammast mín fyrir að segja þetta. Ég hef ekki tekið sumarfrí síðan ég var í skóla - í ein tuttugu ár.“ - Óttastu ellina? „Nei, nei, það held ég ekki. Það má segja að maður óttist eins og allir aðrir að geta ekkert aðhafst í ellinni." - Hvort er Ómar Ragnarsson sprelligosi í einkalífinu eða alvöru- gefinn? „Ég er alvörugefinn í einkalífinu en kannski meiri sprelligosi á vinnustað og út á við." - Hvað finnst þér um unga fólkið nú á dögum? „Ég held að maður geti sagt frá eigin bæjardyrum og því sem maður sér í kringum sig að unga fólið á ekkert góða daga hvað snertir uppeldismál. Og tek ég nú bara undir með gömlu konunni í Reykhólasveit, henni Ólínu á Kinna- stöðum, að það er bara merkilegt hvað unga fólkið er.“ - Viltu segja eitthvað að lokum við unga fólkið? „Maður gerist kannski „gamlaður" eða gamaldags af því að maður er kominn á afaaldurinn en ég vil benda unga fólkinu á að lífið er fullt af skemmtilegum áhugamálum og mikið atriði að færa sér þau í nyt. Umfram allt á það að taka lífið létt og lifa í takt við sjálft sig. Önnur leið til hamingju er líka að taka aldrei fyrstu sígarettuna eða fyrsta sopann.“ Þetta voru lokaorð Ómars Ragnars- sonar og nú þurfti hann að rjúka. „Þú hefur að minnsta kosti fengið eitthvað," sagði hann að skilnaði. Konan beið úti í bíl eftir honum og nú þurfti að aka í einum grænum til Kefla- víkur í lokahófið út af rallinu. Luxem- borg beið handan næturinnar. Það gerði heldur ekkert til - Æskan hafði fengið sitt. Viðtal: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.