Æskan - 01.05.1983, Side 22
leg örlög bundin mér í skólanum. Þrír
strákar sem sátu við hliðina á mér fór-
ust allir. Það var einkennilegt."
- Varstu þá ekki hræddur um að
fylgja á eftir?
„Nei - en þegar ég kom f
menntaskóla þá voru menn frekar
smeykir við að sitja við hliðina á mér.“
- Hvaða grein fannst þér skemmti-
legust í barnaskólanum?
„Landafræði. Grasafræðin var leiðin-
legust."
- Líkaði þér vel við kennarana?
„Já, þeir voru mjög góðir. Ég get í
fljótu bragði nefnt tvo þeirra, Þórarin
Hallgrímsson og Dagmar Bjarnason,
en þau eru nú bæði látin. Dagmar var
nokkuð sérstök. Hún raðaði okkur í
bekkinn eftir einkunnum. Sá sem fékk
hæst í lestri sat lengst til vinstri en sá
lakasti lengst til hægri. Sumir myndu
segja að svona niðurröðun væri röng
núna. En þetta var voðalega skemmti-
legt því að þá sátu strákar og stelpur
gjarnan saman.
Ég var ofsa skotinn í stelpu sem var
best í lestri og sat fremst í vinstra
horninu. Ég var búinn að lesa mig upp
á næsta borð - en veistu hvað gerðist
þá? Hún fór í Langholtsskólann! Þá var
sá draumur úr sögunni enda minnkaði
áhuginn."
- Og fleiri komu inn í líf þitt?
Hér hlær Ómar við: „Já, já - sérstak-
lega ein.“ (Hann á við konu sína).
Samdi útvarpsleikrit 12 ára
- Byrjaðirðu snemma að semja
skemmtiefni og leika?
„Já, ég var 10 ára þegar ég fór að
semja ferskeytlur. Þegar ég var í sveit-
inni um tíma gerði ég grínbragi um
mjólkurbílstjórann og konurnar í gamla
bænum þar sem ég var. Þá var ég 11
eða 12 ára.“
- Er þér minnisstætt þegar þú komst
fram í fyrsta sinn?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég lék
alltaf í skólaleikritum. Ég var að rifja
það upp nýlega að þegar ég fór í gagn-
fræðaskólann fyrir 30 árum þá samdi
ég leikrit sem hét Dordingull og var flutt
í útvarpi. Það er öllum gleymt nú. En
Hvar er
taskan?
Það óhapp hefur komið fyrir
hana Möggu vinkonu okkar, að
hún hefur tapað strandtöskunni
sinni. Getið þið nú brugðist fijótt
við og fundið hana? Taskan á að
finnast á einhverri síðu í þessu
blaði. Tilgreina verður í svari
ykkar stað og blaðsíðu. Dregið
verður um fimm verðlaun úr
réttum lausnum. Að þessu sinni
hljóta hinir heppnu bókina Viltu
læra 33 spilagaldra? eftir Ólaf
B. Jónsson. Höfundur gaf Æsk-
unni bækurnar til verðlauna og
kunnum við honum bestu þakkir
fyrir. Svör þurfa að hafa borist
fyrir 15. júlí næstkomandi. Utan-
áskrift er ÆSKAN, Box 14,
Reykjavík. (Verðlaunaþraut).
meðal leikara voru Róska, Jóhanna
Þráinsdóttir og fleira fólk.“
- Hvernig tekur fólk því þegar þú
hermir eftir því og gerir grín. Ertu ekki
hræddur um að baka þér óvinsældir?
„Nei, ég hef aldrei orðið fyrir teljandi
aðfinnslum. En hins vegar get ég sagt
þér það að Eysteinn Jónsson fyrrum
ráðherra kvartaði hvað eftir annað yfir
því, að ég hermdi ekki eftir sér. Hann
spurði mig hvað það væri sem gerði
hann ómerkilegri en aðra stjórnmála-
menn. Þannig að þú sérð að þetta get-
ur verið beggja blands.“
- Þú ert fréttamaður að aðalstarfi.
Verðurðu aldrei þreyttur á þessum
þeytingi sem fylgir því að vera í
skemmtanaiðnaðinum?
„Jú. Þegar ég er búinn á tólf tíma
fréttavakt á föstudagskvöldum þá segi
ég stundum við samstarfsmennina: Nú
gæti ég gubbað að eiga að fara að
skemmta á nokkrum stöðum í kvöld.
Það koma stundir þegar ég þrái hvíld
eins og gengur og gerist í mannlífinu."
- Færðu mikla útrás við að hoppa
og láta öllum illum látum á sviðinu þeg-
ar þú ert að skemmta?
„Já, þetta er mjög nauðsynlegt fyrir
mig. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því
að vera í góðri úthaldsþjálfun. Ég leik
fótbolta mikið og var um tíma í frjálsum
íþróttum. Ég reyni að vera mikið í fót-
boltanum á veturna því á sumrin kemst
ég lítið í hann. Mér finnst ég eins og
skítugur svampur ef ég kemst ekki í
fótboltann í nokkurn tíma - og svo
þegar ég hef verið í honum þá finnst
mér eins og ég hafi kreist úr svampin-
um og hreinsað hann og fengið hreint
vatn í staðinn."
Horfi sjaldan á sjónvarp
- Horfirðu mikið á sjónvarp?
„Nei, ég hef aldrei tíma til þess. Ég er
oftast að vinna þegar sent er út. Ef ég
horfi á eitthvað þá er það „Já, ráðherra.
- Finnst þér nóg af barnaefni í sjón-
varpinu?
„Nei, það mætti vera meira. En það
háir barnaefninu eins og annarri dag-
skrárgerð hjá sjónvarpinu að það eru til
svo litlir peningar. Innlent efni er mjög
dýrt.“
- Gætirðu hugsað þér að stjórna
barnaþætti?
„Ég held að það sé fullseint núna. Ég
gat hugsað mér það fyrir tíu árum.“
- Svo við víkjum írá sjónvarpi yfir1
flug. Hvenær fékkstu fyrst flug-
bakteríuna svokölluðu?
„Ég var 26 ára. Ég þorfði ekki að
byrja fyrr að læra enda átti ég ekki fyrii'
því. Ég var svolítið glannafenginn sem
unglingur og ég er viss um að ég heföi
ekki lifað það af að byrja að fljúga yngri-
En svo hljóp ég af mér hornin eins og
sagt er.“
- Síðan hefurðu fljótlega eignast
fyrstu relluna?
„Já, það kom einhvern veginn af
sjálfu sér. Ég sá að ég þyrfti að eignast
eigin vél ef ég ætlaði að halda áfram 1
skemmtanaiðnaðinum. Ég keypti eina
skemmtilega sem ég fann fyrir norðan
22