Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 32

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 32
 Við Rangá ofarlega, í nágrenni Heklu, er Galtalækjar- skógur, gróðurvin í hrauni, kjörinn staður til að tjalda á og njóta útivistar. Margir hafa verið þar um verslunarmanna- helgar, á bindindismótum, en þau eru ein eftirsóttasta fjölskylduskemmtun landsmanna. Nú ertjaldsvæði opið allt sumarið í skóginum. Aðstaða hefur verið bætt verulega, t. d. reist hús með snyrtingu. Það eru íslenskir ungtemplarar og Umdæmisstúkan nr. 1 sem gangast fyrir bindindismótunum. Sögu mótanna má rekja aftur til ársins 1960. Hið fyrsta var haldið í Húsafells- skógi. Árið eftir var það að Reykjum í Hrútafirði en síðan aftur í Húsafellsskógi til ársins 1967. Þá var því valinn staður í Galtalækjarskógi og hefur verið haldið þar öll sumur við miklar vinsældir. Við höfum frétt að í sumar muni Þórskabarett skemmta með Jörund og Ladda í fararbroddi og Dansbandið leika. Að venju verði vandað til dagskrár fyrir börn og ungmenni og Tívolí opið. En það þarf ekki nauðsynlega að flytja skemmtiefni til að ungmenni njóti sín í skóginum. Þar er tilvalið að ærslast í hvers konar leikjum, fara í gönguferðir og jafnvel að busla í læknum. En þá er vissara að fullorðnir fylgist með. Við höfum ekki fengið nákvæma veðurspá ennþá en síðustu ár hefur verið sérstök blíða og sólskin um versl- unarmannahelgar enda er veðursæld í skóginum. Æ fleiri taka þátt í þessari heilbrigðu skemmtun í heillandi um- hverfi. Frá fimleikasýningu á bindlndismótlnu 1982. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.