Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1983, Side 32

Æskan - 01.05.1983, Side 32
 Við Rangá ofarlega, í nágrenni Heklu, er Galtalækjar- skógur, gróðurvin í hrauni, kjörinn staður til að tjalda á og njóta útivistar. Margir hafa verið þar um verslunarmanna- helgar, á bindindismótum, en þau eru ein eftirsóttasta fjölskylduskemmtun landsmanna. Nú ertjaldsvæði opið allt sumarið í skóginum. Aðstaða hefur verið bætt verulega, t. d. reist hús með snyrtingu. Það eru íslenskir ungtemplarar og Umdæmisstúkan nr. 1 sem gangast fyrir bindindismótunum. Sögu mótanna má rekja aftur til ársins 1960. Hið fyrsta var haldið í Húsafells- skógi. Árið eftir var það að Reykjum í Hrútafirði en síðan aftur í Húsafellsskógi til ársins 1967. Þá var því valinn staður í Galtalækjarskógi og hefur verið haldið þar öll sumur við miklar vinsældir. Við höfum frétt að í sumar muni Þórskabarett skemmta með Jörund og Ladda í fararbroddi og Dansbandið leika. Að venju verði vandað til dagskrár fyrir börn og ungmenni og Tívolí opið. En það þarf ekki nauðsynlega að flytja skemmtiefni til að ungmenni njóti sín í skóginum. Þar er tilvalið að ærslast í hvers konar leikjum, fara í gönguferðir og jafnvel að busla í læknum. En þá er vissara að fullorðnir fylgist með. Við höfum ekki fengið nákvæma veðurspá ennþá en síðustu ár hefur verið sérstök blíða og sólskin um versl- unarmannahelgar enda er veðursæld í skóginum. Æ fleiri taka þátt í þessari heilbrigðu skemmtun í heillandi um- hverfi. Frá fimleikasýningu á bindlndismótlnu 1982. 32

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.