Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 31

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 31
ÞEKKJA OKKUR EKKII SUNDUR"W Þær heita Anna Guðrún og Guðný Ingibjörg. Mamma þeirra heitir Steinunn en pabbinn Jón. Þ®r eiga eina systur, hún heitir Svandís og er 10 ára. Anna Guðrún °9 Guðný Ingibjörg eru tvíburar og ei9a heima í Árbænum. Þær fara í 2' bekk Árbæjarskóla í haust. Blaðamaður Æskunnar hitti þær á förnum vegi og hóf að rabba við þeer. ~ Hvernig er það, stelpur, eiga ekki margir erfitt með að þekkja ykkur í sundur? "Jú, sérstaklega þegar við erum eins klæddar," sögðu þær. „Nýlega v°rum við í heimsókn hjá vinkonu okkar. - Þá gerðist það að önnur okk- ar skellti óvart hurðinni á hana. Hún meiddi sig, fór að hágráta og öskraði: „Anna Guðrún skellti á mig hurðinni, en það var sú okkar sem var saklaus. Þá hló fullorðna fólkið sem var þarna.“ - Hvernig leikið þið ykkur? „Við erum mikið í mömmuleik, með dúkkur og búadót. Einnig er gaman í spili sem heitir Mix-Max. Þá á maður að reyna að draga spilasamstæðu." - Eigið þið marga leikfélaga? „Já, og þeir heita: Hidda, Jóna, Jenný, María, Alexandra, Sirrý og Kolla. Það er gaman að leika sér viö þær.“ ^viburarnir Anna og Guðný. Allir strákar leiðinlegir - Leikið þið ykkur aldrei við stráka? „Nei, allir strákar eru leiðinlegir. Þeir eru alltaf að stríða okkur.“ - Haldið þið að það sé gaman að vera fullorðinn? „Já, það er örugglega gaman að vinna.“ - Ætlið þið að eignast mörg börn í framtíðinni? Guðný Ingibjörg: „Ég vil eiga þrjú. Það verða stelpur. Þær eiga að heita Rósa, Sirrý og Anna. Anna Guðrún: „Ég ætla líka að eignast þrjár stelpur. Þeirra nöfn verða: Kolbrún, Lísa og Guðný.“ - Ætlið þið að búa í Reykjavík? „Já.“ - En hvað eiga mennirnir ykkar að gera? Anna Guðrún: „Minn á að vera almennilegur maður. Hann á að vinna á leigubíl eins og pabbi okkar gerir á kvöldin." Guðný Ingibjörg: „Minn á að vinna hjá bílaumboði. Þar vinnur pabbi okkar á daginn.“ - Að lokum: Hvað finnst ykkur skemmtilegast að læra í skól- anum? „Stærðfræði," sögðu þær einum rómi án þess að hugsa sig nokkuð frekar um. Að þeim upplýsingum fengnum kvöddum við þessa tvíbura í Árbæ. - E.l. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.