Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1983, Side 31

Æskan - 01.05.1983, Side 31
ÞEKKJA OKKUR EKKII SUNDUR"W Þær heita Anna Guðrún og Guðný Ingibjörg. Mamma þeirra heitir Steinunn en pabbinn Jón. Þ®r eiga eina systur, hún heitir Svandís og er 10 ára. Anna Guðrún °9 Guðný Ingibjörg eru tvíburar og ei9a heima í Árbænum. Þær fara í 2' bekk Árbæjarskóla í haust. Blaðamaður Æskunnar hitti þær á förnum vegi og hóf að rabba við þeer. ~ Hvernig er það, stelpur, eiga ekki margir erfitt með að þekkja ykkur í sundur? "Jú, sérstaklega þegar við erum eins klæddar," sögðu þær. „Nýlega v°rum við í heimsókn hjá vinkonu okkar. - Þá gerðist það að önnur okk- ar skellti óvart hurðinni á hana. Hún meiddi sig, fór að hágráta og öskraði: „Anna Guðrún skellti á mig hurðinni, en það var sú okkar sem var saklaus. Þá hló fullorðna fólkið sem var þarna.“ - Hvernig leikið þið ykkur? „Við erum mikið í mömmuleik, með dúkkur og búadót. Einnig er gaman í spili sem heitir Mix-Max. Þá á maður að reyna að draga spilasamstæðu." - Eigið þið marga leikfélaga? „Já, og þeir heita: Hidda, Jóna, Jenný, María, Alexandra, Sirrý og Kolla. Það er gaman að leika sér viö þær.“ ^viburarnir Anna og Guðný. Allir strákar leiðinlegir - Leikið þið ykkur aldrei við stráka? „Nei, allir strákar eru leiðinlegir. Þeir eru alltaf að stríða okkur.“ - Haldið þið að það sé gaman að vera fullorðinn? „Já, það er örugglega gaman að vinna.“ - Ætlið þið að eignast mörg börn í framtíðinni? Guðný Ingibjörg: „Ég vil eiga þrjú. Það verða stelpur. Þær eiga að heita Rósa, Sirrý og Anna. Anna Guðrún: „Ég ætla líka að eignast þrjár stelpur. Þeirra nöfn verða: Kolbrún, Lísa og Guðný.“ - Ætlið þið að búa í Reykjavík? „Já.“ - En hvað eiga mennirnir ykkar að gera? Anna Guðrún: „Minn á að vera almennilegur maður. Hann á að vinna á leigubíl eins og pabbi okkar gerir á kvöldin." Guðný Ingibjörg: „Minn á að vinna hjá bílaumboði. Þar vinnur pabbi okkar á daginn.“ - Að lokum: Hvað finnst ykkur skemmtilegast að læra í skól- anum? „Stærðfræði," sögðu þær einum rómi án þess að hugsa sig nokkuð frekar um. Að þeim upplýsingum fengnum kvöddum við þessa tvíbura í Árbæ. - E.l. 31

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.