Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 50

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 50
FERÐIN TIL KÍNA Palli padda kom til Karls og Maríu, þar sem þau lágu í sólbaði í grasinu. Komið þið sæl, sagði hann. Sæll, svöruðu Karl og María. Viljið þið hjálpa mér að grafa djúpa holu? spurði Palli padda. Karl og María sáu, að Palli padda bar skóflu á annarri öxlinni. Holu? sagði Karl. Hvers vegna ætlar þú að grafa holu? Ég skal segja ykkur það, sagði Palli padda. Ég hef ákveðið að fara til Kína, sagði hann. Ég hitti rétt áðan Uglu vitru, og hún sagði mér, að ég kæmist til Kína, ef ég græfi nógu djúpa holu. Karl leit á Palla og var eitt spurning- armerki, en María kinkaði kolli við því, sem sagt var. Þetta er rétt, sagði hún. Kína er hin- um megin á jörðinni, og jörðin er hnött- ótt eins og epli. Við erum öðrum megin á eplinu, en Kína hinum megin. Ef þú grefur nógu djúpa holu, þá . .. Áttu við, beint í gegnum jörðina, svo djúpa holu? sagði Palli padda. Já, já, sagði María. Ef þú grefur holu, sem er svo djúp, að hún nær gegnum jörðina, kemst þú til Kína. Það er einmitt það, sem Ugla vitra sagði mér, sagði Palli. Ég hugsa, að hún sé ekki svo vitlaus. Komið þið, svo byrjum við að grafa. Síðan fundu þau góðan stað, þar sem auðvelt var að byrja að grafa. Ég held, að við ættum að grafa hér, sagði Karl og benti á skuggsælan stað undir stórri eik. Maríu og Palla fannst það líka góður staður til að hefjast handa á. Hver vill byrja að grafa? sagði Palli padda. Ger þú það, sögðu Karl og María. Palli padda andvarpaði og byrjaði að grafa. Jarðvegurinn var mjög laus efst, en eftir nokkra sentímetra varð hann harðari. Þar voru rætur og steinar, sem gerðu gröftinn erfiðan. Sjáið hér, sagði Palli padda eftir dá- litla stund og benti á holuna. Nú erum við komin vel á veg. Svitinn rann niður andlit hans, og hann var orðinn rjóður af erfiði. En heyrðu, Palli padda, sagði María, við erum alls ekki komin vel á veg enn þá, þú hefur aðeins grafið fimm sentí- metra. Hve langt þurfum við að grafa í viðbót til að komast til Kína? spurði Palli padda. Þúsund kílómetra, sagði María. Palli padda yppti öxlum, þegar hann heyrði það. Ég er orðinn þreyttur, sagði hann. Hann rétti Karli skófluna. Síðan rétti hann úr sér í skugganum undir eikinni og blundaði. Karl gróf fimm til sex sentímetra í viðbót. ij Þá var hann orðinn þreyttur og;fekk Maríu skófluna. ' Hún gróf um það bil einn sentímetra, en þá heyrðu þau skyndilega rödd ein- hvers staðar neðan úr holunni. Einhver hrópaði: Hvert ætlið þið eiginlega að fara? Palli padda stökk á fætur. Við erum komin þangað, hrópaði hann. Við erum komin til Kína. Þetta er Kínverji. Karl, María og Palli padda þutu að holunni og störðu áköf niður. En þetta var alls enginn Kínverji- Þetta var ánamaðkur. Fyllið holuna aftur, sagði hann. Mér er svo kalt. Hve langt er til Kína? spurði Pall' padda ánamaðkinn. Kína? sagði ánamaðkurinn. Um það hef ég aldrei heyrt talað. Fyllið holuna strax, og grafið á einhverjum öðrum stað- Karl, María og Palli padda hjálpuðust við að fylla holuna aftur. Ég gæti trúað, að það væri auðveld- ara að komast til Kína eftir einhvern annarri leið, sagði Karl. Já, þið getið farið, sagði Palli padda- Ég fer ekki fet. Kennari nokkur var að segja börn- unum sögu af lambi, sem hefði hlaupið burtu frá fjárhópnum og svo hefði tófan drepið það. Skiljið þið þetta? sagði hann. Ef lambið hefði verið kyrrt í hópnum, þá hefði tófan ekki etið það. - Nei, sagði Siggi litli, því að þá hefðum við etið þaö. Skrýtlur. Stína: Hvaö verður um kettina þeg- ar þeir eru orðnir svo gamlir að þeir geta ekki gengið? Sigga: Þá kemur einhver og selur pabba þá. Sigga litla kom í næsta hús og sa þar kisu með nýfædda kettlinga og hún starði hugfangin á kettlingana vera að sjúga móður sína. „Svona gefur hún mamma Þin honum litla bróður að sjúga“ sagö' húsfreyja. „Nei, hún gerir það ekki - v'ð eigum engan kött“, sagði Sigga. 50

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.