Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1983, Page 21

Æskan - 01.05.1983, Page 21
uður hélt innreið sína fór að fara um °kkur. Aftur og aftur var reynt að finna tíma fyrir spjall en dæmið gekk ekki uPp. Ómar var alltaf að. Þegar Æsku- ^nenn svo fréttu af því að hann væri að tara í vikudvöl til Luxemborgar aðfarar- nótt 8. maí þá tóku þeir til sinna ráða. Maðurinn mátti ekki sleppa úr landi. Ókleift var að fresta viðtalinu vegna t°rsíðunnar. Ferðir flugvéla voru því vaktaðar og fylgst nákvæmlega með ferðum Ómars síðasta dag fyrir brottför. bann dag fór hann í rall eldsnemma morguns og við hringdum heim til hans ® 10 rnínútna fresti til að athuga hvort hann væri kominn. Loks náðist í hann ^ukkan átta eftir kvöldmat. Þá átti hann eftir að pakka niður fyrir ferðina, ganga frá flugvélinni sinni úti á velli og síðan að syngja á rokkkvöldi [ einu veitinga- húsanna. Eftir það átti hann að mæta í lokahóf út af rallinu, í Keflavík, síðan að balda heim aftur til Reykjavíkur og fara svo aðra ferð til Keflavíkur kl. 4 um oóttina en þá var brottför. Það voru því góð ráð dýr. Starfs- menn Æskunnar gerðu út leiðangur á rokkkvöldið og freistuðu þess að króa Ómar af. Hann fannst að tjaldbaki þar Sem hann var að hita upp fyrir sönginn. Segiilband var sett strax í gang og nú atti hann sér engrar undankomu auðið. Jós yfjr krakkana sögum Ómar Ragnarsson segist vera 42ja ara, kvæntur og 7 barna faðir. Elsta barnið er 21 árs en yngsta 8 ára. Við sPUrðum Ómar fyrst hvað hann gæti Sa9t okkur af uppeldi sínu. >.Ég ólst að mestu upp á Holtunum ( Reykjavík. Ég held að ég hafi verið svolítið skrýtinn krakki. Þegar ég var 5 ara veiktist ég alvarlega og þurfti að Vera lengi inni við. Þá las ég mikið af bókum. Þá fékk ég viðurnefnið „próf- essorinn" hjá krökkunum og ég man að mér hálfleiddist það. Eg held að ég hafi ekki verið sérlega télagslyndur ( byrjun en það lagaðist Þogar á leið. Ég man að ég sat uppi á Ve9g á kvöldin og úðaði yfir krakkana skrýtnum sögum, furðusögum, sögum af eltingaleik og svoleiðis. Já, ég skáldaði upp heilmiklar lygasögur og það var voða tilbúningur í kringum þetta allt saman. Ég man eftir einni sögunni en hún var um feitan karl uppi á 6. hæð Landssímahússins. Hann var að flýja undan vonda karlinum og til að vera fljótur ákvað hann að renna sér niður handriðið. Þegar hann svo settist á það fór það af stað, raktist niður allan stigann, fór í marga hringi og alla leið út á götu með karlinn." - Áttirðu þér draumastarf á þessum tíma, kannski að verða fréttamaður og skemmtikraftur? „Nei, nei, ég ætlaði mér hvorugt. Bóknám lá vel fyrir mér þegar ég var drengur. Svo þegar ég kom í „gaggó" fékk ég mikinn áhuga á stjórnmálum og hlustaði á allar eldhúsdagsumræður aftur á bak og áfram. Ég man ennþá ræðurnar þeirra frá 1949 og 1950. Stjórnmáladraumurinn bjó þá í mér.“ - Dreymir þig ennþá um að verða stjórnmálamaður? Ómar grettir sig: „Nei, það held ég varla úr því að ég er ekki enn búinn að finna flokkinn. Þá er þetta orðið hálf- vonlaust." Landafræðin skemmtilegust - Fannst þér gaman í barnaskóla? . „Já, þetta voru skemmtilegir krakkar sem ég var með. Annars voru sérkenni- 21

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.