Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 21

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 21
uður hélt innreið sína fór að fara um °kkur. Aftur og aftur var reynt að finna tíma fyrir spjall en dæmið gekk ekki uPp. Ómar var alltaf að. Þegar Æsku- ^nenn svo fréttu af því að hann væri að tara í vikudvöl til Luxemborgar aðfarar- nótt 8. maí þá tóku þeir til sinna ráða. Maðurinn mátti ekki sleppa úr landi. Ókleift var að fresta viðtalinu vegna t°rsíðunnar. Ferðir flugvéla voru því vaktaðar og fylgst nákvæmlega með ferðum Ómars síðasta dag fyrir brottför. bann dag fór hann í rall eldsnemma morguns og við hringdum heim til hans ® 10 rnínútna fresti til að athuga hvort hann væri kominn. Loks náðist í hann ^ukkan átta eftir kvöldmat. Þá átti hann eftir að pakka niður fyrir ferðina, ganga frá flugvélinni sinni úti á velli og síðan að syngja á rokkkvöldi [ einu veitinga- húsanna. Eftir það átti hann að mæta í lokahóf út af rallinu, í Keflavík, síðan að balda heim aftur til Reykjavíkur og fara svo aðra ferð til Keflavíkur kl. 4 um oóttina en þá var brottför. Það voru því góð ráð dýr. Starfs- menn Æskunnar gerðu út leiðangur á rokkkvöldið og freistuðu þess að króa Ómar af. Hann fannst að tjaldbaki þar Sem hann var að hita upp fyrir sönginn. Segiilband var sett strax í gang og nú atti hann sér engrar undankomu auðið. Jós yfjr krakkana sögum Ómar Ragnarsson segist vera 42ja ara, kvæntur og 7 barna faðir. Elsta barnið er 21 árs en yngsta 8 ára. Við sPUrðum Ómar fyrst hvað hann gæti Sa9t okkur af uppeldi sínu. >.Ég ólst að mestu upp á Holtunum ( Reykjavík. Ég held að ég hafi verið svolítið skrýtinn krakki. Þegar ég var 5 ara veiktist ég alvarlega og þurfti að Vera lengi inni við. Þá las ég mikið af bókum. Þá fékk ég viðurnefnið „próf- essorinn" hjá krökkunum og ég man að mér hálfleiddist það. Eg held að ég hafi ekki verið sérlega télagslyndur ( byrjun en það lagaðist Þogar á leið. Ég man að ég sat uppi á Ve9g á kvöldin og úðaði yfir krakkana skrýtnum sögum, furðusögum, sögum af eltingaleik og svoleiðis. Já, ég skáldaði upp heilmiklar lygasögur og það var voða tilbúningur í kringum þetta allt saman. Ég man eftir einni sögunni en hún var um feitan karl uppi á 6. hæð Landssímahússins. Hann var að flýja undan vonda karlinum og til að vera fljótur ákvað hann að renna sér niður handriðið. Þegar hann svo settist á það fór það af stað, raktist niður allan stigann, fór í marga hringi og alla leið út á götu með karlinn." - Áttirðu þér draumastarf á þessum tíma, kannski að verða fréttamaður og skemmtikraftur? „Nei, nei, ég ætlaði mér hvorugt. Bóknám lá vel fyrir mér þegar ég var drengur. Svo þegar ég kom í „gaggó" fékk ég mikinn áhuga á stjórnmálum og hlustaði á allar eldhúsdagsumræður aftur á bak og áfram. Ég man ennþá ræðurnar þeirra frá 1949 og 1950. Stjórnmáladraumurinn bjó þá í mér.“ - Dreymir þig ennþá um að verða stjórnmálamaður? Ómar grettir sig: „Nei, það held ég varla úr því að ég er ekki enn búinn að finna flokkinn. Þá er þetta orðið hálf- vonlaust." Landafræðin skemmtilegust - Fannst þér gaman í barnaskóla? . „Já, þetta voru skemmtilegir krakkar sem ég var með. Annars voru sérkenni- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.