Æskan - 01.05.1983, Side 46
ASKRIFENDAGETRAUN ÆSKUNNAR
Grímur Engilberts ritstjóri með fyrsta bréfið sem Kol-
brún Hauksdóttir dró úr „póstkassanum“.
Þá er 1. hluta áskrifendagetraunarinnar lokið. Okk-
ur barst fjöldi réttra svara eins og geta mátti nærri.
Vinningshafar eru þessir:
Auður Þórisdóttir, Bylgjubyggð 16, Ólafsfirði:
Peugeot-hjól; Skúli Eiríksson, Syðri-Völlum, V-Hún:
Kalkhoff-hjól; Inga Brá Vigfúsdóttir, Akraseli 11,
Reykjavík: Winther-hjól.
Við óskum þeim til hamingju og þökkum ykkur
þátttökuna.
í næsta blaði birtum við spurningar í öðrum hluta.
Vinningar eru tvær skrifborðs- og hillusamstæður frá
Víði hf.
Ing Brá Vigfúsdóttir með Winther-hjólið.
Það er ekki úr vegi að minna ykkur hér á áskrifta'
söfnunina. Allir sem senda okkur söfnunarseðilinn
fá einhver verðlaun - auðvitað að því tilskildu að á
honum séu nöfn nýrra áskrifenda og staðfesting
foreldra þeirra. Frestur til söfnunar er til 1. nóvemben
Ef þið munið ekki hvað í boði er skuluð þið fletta upP
á bls. 26 í aprílblaðinu. Æ, þið eruð auðvitað óþolin-
móð, þið sem ekki munið, og viljið vita þetta strax.
Allt í lagi; - tölvur, úr, myndavélar, íþróttatöskur oQ
bækur eru í boði. En lítið þið samt í aprílblaðið.
46 Áskrifendagetraun