Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1983, Page 49

Æskan - 01.05.1983, Page 49
bækurnar skemmtilegar en þær eru eft- lr Georg Giersen. Nancy-bækurnar eru líka mjög góðar og Órabelgur eftir pétur Hackett, sem fjallar um mikinn Pækkara. Hér má líka nefna bækur eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Guðjón Sveins- s°n og Indriða Úlfsson. Ég vona að þið takið þetta eitthvað til 9feina. Með bestu kveðju, Fanney Kristín Hermannsdóttir, Lónabraut 21, 690, Vopnafirði. Svar: Þakka þér fyrir, Fanney. Við tökum þetta til greina. ^kki hrifin af Totrima og Jenna Æska. Eg vil þakka fyrir þær breytingar sem hafa orðið á blaðinu. Það er gaman að siá nýtt andlit og viðtöl við krakka. pið hvetjið lesendur til að skrifa og Se9ja álit sitt. Mig langar að koma mínu a iramfæri þótt ég viti að það tilheyri ^innihlutahóp. Ég vil nefnilega láta áanna Tomma og Jenna í sjónvarpinu. Það er alltof mikið ofbeldi í þáttunum. ^9 get sagt sem dæmi að 3 ára systir meiðir stundum köttinn okkar að astaeðulausu. Hún heldur að hann finni ekkert til, Svo kallar hún hann Tomma. viltu koma þessu á framfæri í Æsku- Postinum án þess að láta nafn míns getið. Með fyrirfram þökk, Ein 11 ára sem alltaf les Æskuna. Við hér á Æskunni þökkum góðan ^u9 til blaðsins og hvetjum fleiri til a6 segja álit sitt á Tomma og Jenna. Ungur rithöfundur Ágæti Æskupóstur. Ég er 15 ára og mig langar til að verða rithöfundur. Ég sem stundum stuttar ævintýrasögur og er að búa mig undir eina stóra. Hún á að vera um unglinga sem lenda í ævintýralegri útilegu. Mig langar í framhaldi af þessu að spyrja um eftirfarandi: 1. Hvernig á maður að fara að ef maður vill fá sögu eftir sig gefna út? 2. Hafna útgefendur oft handritum? 3. Hvað fá höfundur í laun? 4. Hvað var Halldór Laxness gamall þegar hann skrifaði fyrstu bók sína? Með von um skjót svör, Þór. Hér færðu svör við spurningum þínum: 1. Þú skalt vélrita handritið og fá full- orðið fólk sem kann íslensku vel til að lesa það yfir, leiðrétta málvillur og benda þér á hvað má betur fara. Síðan, ef þú ert sát*ur við verkið, skaltu senda næsta útgefanda það. Hann áskilur sér minnst mánuð til að ákveða hvort hann tekur það eða ekki. 2. Útgefendur hafna mjög mörgum handritum, einfaldlega vegna þess að útgáfa bókar kostar næstum jafnmikið og nýr bíll. Útgefandur gera því a. m. k. tvennar kröfur til handrits sem þeim berst: gæða og möguleika bókarinnar til að seljast fyrir kostnaöi. 3. Þeir fá 19.5% af forlagsverði hverrar seldrar bókar. Höfundur, sem selur 2000 eintök af bók sinni, fær því helmingi meira fyrir hana en sá sem selur aðeins 1000 eintök. 4. Hann var 16 ára þegar hann skrifaði sína fyrstu bók. Og 17 ára þeg- ar hún kom út. Lindsay Cooper Æskupóstur! Ég hef ofsalega gaman af plötunni „Rags“ með Lindsay Cooper. Hefur hún ekki sungið inn á fleiri plötur? Af hverju er hún stundum kölluð ís- landsvinur? Kær kveðja, Katrín. „Rags“ er eina platan sem Lindsay Cooper er ein skrifuð fyrir. Hins vegar spilaði hún á öllum plötum hljóm- sveitarinnar Henry Cow. Sömuleiðis hefur hún spilað inn á plötur með Mike Oldfield, Art Bears, Steve Hillage o. m. fl. Taktu eftir því að Lindsay Cooper hefur eingöngu spilað á plötum, ekki sungið. Lindsay er stundum kölluð ís- landsvinur vegna þess að hún dvaldist hérlendis í marga mánuði fyrir nokkrum árum. Eins kom hún hér eitt sinn með hljómsveitina F.I.G. til hljómleikahalds. Vill sögur úr raunveruleikanum Æska! Þú spyrð í síðasta blaði hvernig bækur við viljum helst lesa. Hér færðu svar frá mér. Ég vil helst lesa bækur um sanna atburði sem hafa gerst og eru alltaf að gerast. Mér finnst asnalegt að sögur séu skrifaðar fyrir krakka, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Til dæmis sögur at góðu fólki sem aldrei hendir neitt illt eða af- „vondu“ fólki sem verður að athlægi, þegar það segir eitthvað eða gerir. Það hljóta að vera til rithöfundar sem skrifa um raunverulegt líf krakka á ís- landi og það mætti gjarnan bera meira á þeim. Kær kveðja, Guðrún D. Gunnarsdóttir, Mánabúð 8, 600 Akureyri. Svar: Þökkum skemmtilegt bréf og góðar ábendingar. 49

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.