Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 48
Vill komast í sveit
Æskupóstur!
Ég er 13 ára og mig langar mjög
mikið til að komast í sveit. Hvernig á ég
að snúa mér í því máli? Á ég að aug-
lýsa [ blöðum? Þarf ég nokkuð að
borga með mér ef ég hjálpa til við hey-
skapinn?
Ég vona að þetta bréf birtist.
Kær kveðja,
Sæmundur Óli Árnason,
Reykjavík.
auglýsa í blöðum. Slíkar auglýsingar
bera stundum árangur. Æskupósturinn
vonar að þér verði að ósk þinni.
Eru bréfin lesin?
Æska!
Mig langar til að þakka gott blað og
spyrja spurninga sem ég vona að verði
svarað.
1. Lesið þið öll bréf sem berast?
2. Er mörgum bréfum hent?
3. Má maður senda efni í blaðið?
4. Má maður senda ykkur myndir úr
heimabyggð sinni?
Bestu kveðjur.
Hulda Jónsdóttir,
Bæ, Reykholtssveit,
Króksfjarðarnesi.
Æskupósturinn hafði samband við
Ráðningarstofu Búnaðarfélags íslands
og fékk þær upplýsingar að hún útveg-
aði unglingum frá 13 ára aldri dvöl í
sveit eftir því sem hægt væri. í fyrra
sóttu 389 unglingar um sveitastörf en
rúmlega sjötíu af hundraði komust að.
Þú talar um vinnu við heyskap. Nú er
það orðið þannig að hún fer að mestu
leyti fram með vélum en sennilega
fengirðu eitthvað annað að gera. Mis-
jafnt er hvað unglingar fá í kaup en þó
er ætlast til að þeir fái eitthvað.
Önnur leið til að komast í sveit er að
Svar:
1. Já, við lesum öll bréf.
2. Það fer eftir efni þeirra. Bréf
með ábendingum og óskum eru
geymd en bréf sem eru aðeins send
sem svör við getraunum eru látin í
ruslakörfuna, þegar búið er að
draga.
3. Gjörðu svo vel. Við viljum fá
sem mest efni frá lesendunum sjálf-
um og reynum að birta það eftir því
sem tök eru á.
4. Það er velkomið. í næsta blaði
óskum við einmitt eftir myndum og
heitum verðlaunum fyrir mynd mán-
aðarins.
Skallapopp og Clash
Kæra Æska.
Getið þið upplýst mig um það hvað
skallapopp er? Við erum alltaf að rífast
um það hérna heima.
Getið þið líka upplýst mig um það
hvað hljómsveitin Clash hefur gefið út
margar plötur.
Kveðja
S.J.
Skallapopp er sama fyrirbærið og
iðnaðarpopp. Það er laust við allt sem
heitir sköpunargleði og andagift. Það er
framleitt á færibandi eins og hver önnur
iðnaðarvara. fslenskir skallapopparar
nota yfirleitt formúluna: „Gamlir útlendir
slagarar, íslenskir bulltextar, óbreyttar
útsetningar, eitt lag miðað við óskalög
sjómanna, annað við óskalög sjúkl-
inga, þriðja við börn undir 12 ára aldri
o. s. frv.“
Andstæða skallapoppsins er fram-
sækið popp.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að
skallapoppið er óháð aldri flytjendanna-
Hljómsveitin Clash hefur sent frá sér
þessar plötur: Clash I; Give’Em Eno-
ugh Rope; London Calling (tvöföld)i
Black Market; Sandinista (þreföld) og
Combat Rock. Að auki mætti telja ptötu
Ellenar Foley, Spirit of St. Louis, sjö-
unda plötu Clash. Á þeirri plötu sja
Clash nefnilega um útsetningaL
hljóðfæraleik og að mestu um laga'
smíðar.
Bréf frá Vopnafirði
Kæra Æska.
Mig langar til að nefna dæmi om
bækur í bókaklúbbinn. Mér finnst t. d-
bækur eftir Enid Blyton og Astrid Lind-
gren mjög góðar. Einnig eru Lassý'
48