Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 15

Æskan - 01.05.1983, Blaðsíða 15
”Þögn,“ hvíslaði hann, „heyrir þú ekki, að einhver er að koma?“ Róbert hlustaði. ..Þú átt kollgátuna," sagði hann. ..Við skulum fela okkur í runnun- um meðfram stígnum," sagði Ant- or>. „þaðan getum við fylgst með Þeim, sem fer framhjá." Skömmu síðar höfðu þeir fundið felustað og nú gægðust þeir sPenntir út á milli greinanna. Róbert sá hann fyrst, og í þetta sinn var það HANN, sem gaf bróð- Ur sínum olnbogaskot. Hann sagði ekki neitt, en kinkaði kolli í átt að manninum, sem kom þarna ðangandi og leiddi reiðhjól. Anton stirðnaði allur upp. Maður- 'nn, sem gekk framhjá felustað þeirra rétt í þessu, var í Ijósgráum Jekka, dökkbrúnum flauelsbuxum, hvítri skyrtu, bindislaus og auk þess berhöfðaður. Hvorugur þeirra þorði að draga andann. Þeir lágu hreyfingarlausir, Þangað til maðurinn var kominn í hvarf í beygju sem var á veginum. Anton varð fyrri til að rjúfa Þógnina. ..Afbrotamaðurinn," sagði hann, °9 það fór hrollur um Róbert. Hann var svolítið kjarkminni en Þnóðir hans, og hann gat ekki leynt Þvi. að honum var um og ó um Þetta allt saman. »Við verðum að gera eitthvað til aö ná í hann,“ hélt Anton áfram, um 'eið og hann skreið fram úr felu- staðnum til þess að fylgja mannin- um eftir. Pað var varla, að þeir þorðu að fara fram hjá beygjunni, og nú námu þeir báðir skyndilega staðar, e,ns og þeir væru negldir við jörð- lna. Maðurinn hafði lagt frá sér hjól- 'Þ °g sest niður á trjábút og beit í Þrauðsneiðar. Anton og Róbert flýttu sér aftur í skjól. „Nú dettur mér snjallræði í hug,“ sagði Róbert, þegar þeir voru komnir nægilega langt í burtu. Síðan skýrði hann bróður sínum frá hugmyndinni. Áður en því lauk, skein áhuginn út úr andliti Antons. „Stórkostlegt," sagði hann, „þetta skulum við svo sannarlega gera.“ Til allrar hamingju sat maðurinn þarna ennþá, þegar drengirnir komu aftur nokkrum mínútum síðar. Anton hélt á stórum poka undir hendinni og Róbert dró á eftir sér sterklegan kaðal. Þeir höfðu greini- lega í hyggju að ganga hraustlega til verks. „Við verðum að læðast aftan að honum," hvíslaði Anton að Róbert. „Ég smeygi pokanum yfir höfuðið á honum, og svo vefur þú með kaðl- inurn." Það fór hrollur um Róbert af spenningi, og nú var hann tilbúinn með kaðalinn. Ofurhægt og gætilega læddust þeir nú aftan að manninum, þang- að tii þeir voru komnir svo nærri, að þeir voru hræddir um, að hann veitti þeim eftirtekt. Nú gaf Anton Róbert merki og reis um leið á fætur, tók tvö stór skref og smeygði pokanum yfir höf- uðið á afbrotamanninum, sem þeir höfðu verið svo lánsamir að finna. „Komdu með kaðalinn og byrj- aðu að binda," kallaði Anton til Ró- berts, og Róbert lét ekki segja sér það tvisvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.