Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 15

Æskan - 01.05.1983, Qupperneq 15
”Þögn,“ hvíslaði hann, „heyrir þú ekki, að einhver er að koma?“ Róbert hlustaði. ..Þú átt kollgátuna," sagði hann. ..Við skulum fela okkur í runnun- um meðfram stígnum," sagði Ant- or>. „þaðan getum við fylgst með Þeim, sem fer framhjá." Skömmu síðar höfðu þeir fundið felustað og nú gægðust þeir sPenntir út á milli greinanna. Róbert sá hann fyrst, og í þetta sinn var það HANN, sem gaf bróð- Ur sínum olnbogaskot. Hann sagði ekki neitt, en kinkaði kolli í átt að manninum, sem kom þarna ðangandi og leiddi reiðhjól. Anton stirðnaði allur upp. Maður- 'nn, sem gekk framhjá felustað þeirra rétt í þessu, var í Ijósgráum Jekka, dökkbrúnum flauelsbuxum, hvítri skyrtu, bindislaus og auk þess berhöfðaður. Hvorugur þeirra þorði að draga andann. Þeir lágu hreyfingarlausir, Þangað til maðurinn var kominn í hvarf í beygju sem var á veginum. Anton varð fyrri til að rjúfa Þógnina. ..Afbrotamaðurinn," sagði hann, °9 það fór hrollur um Róbert. Hann var svolítið kjarkminni en Þnóðir hans, og hann gat ekki leynt Þvi. að honum var um og ó um Þetta allt saman. »Við verðum að gera eitthvað til aö ná í hann,“ hélt Anton áfram, um 'eið og hann skreið fram úr felu- staðnum til þess að fylgja mannin- um eftir. Pað var varla, að þeir þorðu að fara fram hjá beygjunni, og nú námu þeir báðir skyndilega staðar, e,ns og þeir væru negldir við jörð- lna. Maðurinn hafði lagt frá sér hjól- 'Þ °g sest niður á trjábút og beit í Þrauðsneiðar. Anton og Róbert flýttu sér aftur í skjól. „Nú dettur mér snjallræði í hug,“ sagði Róbert, þegar þeir voru komnir nægilega langt í burtu. Síðan skýrði hann bróður sínum frá hugmyndinni. Áður en því lauk, skein áhuginn út úr andliti Antons. „Stórkostlegt," sagði hann, „þetta skulum við svo sannarlega gera.“ Til allrar hamingju sat maðurinn þarna ennþá, þegar drengirnir komu aftur nokkrum mínútum síðar. Anton hélt á stórum poka undir hendinni og Róbert dró á eftir sér sterklegan kaðal. Þeir höfðu greini- lega í hyggju að ganga hraustlega til verks. „Við verðum að læðast aftan að honum," hvíslaði Anton að Róbert. „Ég smeygi pokanum yfir höfuðið á honum, og svo vefur þú með kaðl- inurn." Það fór hrollur um Róbert af spenningi, og nú var hann tilbúinn með kaðalinn. Ofurhægt og gætilega læddust þeir nú aftan að manninum, þang- að tii þeir voru komnir svo nærri, að þeir voru hræddir um, að hann veitti þeim eftirtekt. Nú gaf Anton Róbert merki og reis um leið á fætur, tók tvö stór skref og smeygði pokanum yfir höf- uðið á afbrotamanninum, sem þeir höfðu verið svo lánsamir að finna. „Komdu með kaðalinn og byrj- aðu að binda," kallaði Anton til Ró- berts, og Róbert lét ekki segja sér það tvisvar.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.