Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1983, Page 8

Æskan - 01.05.1983, Page 8
Kristján Harðarson er einn af efnilegri íþróttamönnum þessa lands. Síðastliðið sumar tryggði hann sér sæti í A-landsliðinu í frjáls- um íþróttum, þá aðeins 18 ára. Þá hafði hann stokkið lengst 7.35 m í langstökki en það er besti árangur íslendings um nokkurt skeið. ís- landsmetið í þessari grein á Vil- hjálmur Einarsson, 7.46 m en það er rúmlega tuttugu ára gamalt. Mið- að við aldur Kristjáns eru allar líkur á að honum takist að bæta metið. Kristján er nemandi í Menntaskól- anum í Kópavogi og lýkur væntan- lega stúdentsprófi næsta vor. í sumar starfar hann hjá Landsbanka íslands. 11 ára á AndrésarrAndar- leikana „Ég átti heima í Stykkishólmi til 15 ára aldurs,“ sagði Kristján er hann var spurður um uppvaxtarár sín. „Ég byrjaði ekki að æfa frjálsar íþróttir fyrr en 10 ára með ung- mennafélaginu á staðnum. Þá tók ég þátt í barnamótum héraðssam- bandsins. 11 og 12 ára var ég val- inn til að keppa á Andrésar-Andar- leikunum í Noregi. Það voru eftir- minnilegar og skemmtilegar keppn- isferðir." Fyrra árið á leikunum sigraði Kristján í langstökki, stökk 4.73 m og varð annar í 60 m hlaupi. En hvernig var aðstaðan í Stykkis- hólmi til íþróttaiðkana? „Hún var ágæt fyrir fótbolta- og körfuboltamenn. En þegar ég miða við aðbúnað frjálsíþróttamanna í Reykjavík hlýt ég að viðurkenna að hún hafi verið léleg. Ég held að ég hafi líka verið eini strákurinn sem var að hlaupa þetta og æfa á íþróttavellinum. Hinir voru allir í fót- boltanum á sumrin." „María Guðnadóttir, frjálsíþrótta- kona, átti einna mestan þátt í að hvetja mig. Hún æfði sjálf mikið ein- Magnús Pálsson íþróttakennari efldi íþróttalífið talsvert í Hólrninum þegar ég var 12 og 14 ára. Þá fóru fleiri að taka þátt í frjálsum íþrótt- um. Núna er svo komið að frjálsar íþróttir eru vinsælastar meðal barna og unglinga í Stykkishólmi " Voru mikil viðbrigði að flytjast úr sjávarþorpi á Snæfellsnesi og tN Reykjavíkur? „Já, hér eru miklu meiri mögu- leikar fyrir íþróttamenn. Það var fyrst hérna sem ég fór að æfa kerf- isbundið. Hér er líka sæmileQ aðstaða til að stunda innanhússaef- ingar á veturna. Það skiptir tals- verðu máli. Aðrir kostir við Reykja- vík eru kannski þeir að skemmtana- iífið er fjölbreyttara. Hér er hægt að velja á milli bíómynda á einu kvöldi og eins dansstaða svo að eitthvað sé nefnt. Ókostirnir eru aftur á mót1 streitan. Alltof margir virðast þurfa að flýta sér óskaplega og miklar fjarlægðir eru á milli staða. Mér Kristján Harðarson tekinn tali

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.