Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 10
Æskan spyr: Hvað heitir eftirlætishljómsveitin þín? Ingólfur Pétursson 11 ára: Ég held með engri sérstakri. Tónlist- armanninum Nik Kershaw hef ég mest dálæti á. Nei, ég á enga plötu með honum, bara þau lög sem ég hef tekið upp úr útvarpinu. Besta lagið hans heitir Wilde Boy. Nei, ég veit ekki um marga sem halda með hon- um - en það eru sjálfsagt miklu fleiri en ég þó að ég þekki þá ekki. Gunnar Már Petersen 11 ára: Duran Duran. Ég byrjaði að halda með henni fyrir tveim árum. Sérðu ekki að ég er að safna hári til að líkjast þeim? Þetta er ofsalega skemmtileg hljómsveit. Besta lagið með henni heitir Union Of The Snake. Ég á flestar plöturnar og hlusta á þær mörgum sinnum á dag. Márus Þór Arnarson 11 ára: Mín heitir líka Duran Duran. Ég byrjaði að halda með henni fyrir ári. Svo þykir mér líka Mezzoforte vera góð hljómsveit. Besta lagið með Duran Duran heitir Girls On Film. Roger og Andy eru skemmtilegastir af þeim félögunum. Nei, ég ætla ekki að verða tónlistarmaður í framtíð- inni, -miklu frekar atvinnumaður í körfuknattleik. Erla Björg Hafsteinsdóttir 7 ára: Eftirlætis-tónlistarmaðurinn minn er Sandra. Hún er skemmtileg. Einnig hef ég gaman af Wham. Strákarnir í Wham eru sætir og það er Elton John líka. Besta lagið með honum heitir Nikita. Ég held líka með Dur- an Duran og Bjartmari Guð- laugssyni. Besta lagið með Bjartmari heitir: Ég fer í Hollywood. Við eigum plötuna heima og leikum hana oft. Eva María Daníelsdóttir 7 ára: Mér þykir líka Sandra skemmti- legust. Af íslenskum tónlistar- mönnum er Laddi bestur. Nei, ég á ekki sjálf plötuspilara en það eru risa-græjur heima. Stundum set ég plötu á fóninn og dansa í stofunni. Annars hlusta ég mest á rás 2 á morgnana áður en ég fer í skólann. Svo máttu bæta við að Duran Duran strákarnir eru sætustu tónlistarmenn sem ég þekki. Guðni Magnús Ingvason 11 ára: Sandra er besti tónlistarmaðurinn. Nei, ég er ekkert skotinn í henni - en hún er samt sæt. Besta lagið með henni heitir Maria Magdalena. Ég á það á spólu og spila það oft. Mér þykir gaman að tónlist en aðaláhuga- mál mín eru samt íþróttir. Ég æfi bæði fótbolta og handbolta. Ég held ekki upp á neinn sérstakan íslensk- an tónlistarmann. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.