Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 13

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 13
A næstunni mun sjónvarpið sýna nýja íslenska þáttaröð , Á fálkaslóðum. Þar er um að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar Eftirminnileg ferð sem sýndvar 1984. Aðalsöguhetjurnar eru þær sömu, strákarnir Gulli og Stebbi ásamt Hauki, frænda þeirra á miðjum aldri. Þeir eru nú komnir á fálkaslóðir °g finna þar hreiður. Fljótlega kynnast þeir eftirlitsmanni og hann segir þeim að oft séu þarna menn á höttunum eftir eggjum og ungum. Strákarnir verða strax ákveðnir í að vernda þetta hreiður fyrir ræningjum. I útvarpi heyra þeir frétt um að líkur séu á að þekktir fálkaþjófar hafi slopp- ið inn í landið og fylgjast því náið með öllum ferðamönnum. Einn vekur sérstaka eftirtekt þeirra. Hann fer um á hjóli með trönur og liti og vill engin orðaskipti eiga við þá. Stebbi og Gulli gruna hann um græsku. Eitt sinn eru strákarnir að veiðum skammt frá hreiðrinu og verða þá varir við „listamanninn“. Þeir fara að hyggja að hreiðrinu og það reynist tómt. Þeir sjá á eftir „listamanninum“ sem nú er í bifreið. Þá loks fær Haukur trú á að strákarnir hafi rétt fyrir sér og þeir hefja eftirför . . . Þorsteinn Marelsson samdi handrit- ið en Valdimar Leifsson er leikstjóri niyndarinnar sem framleidd er af sjón- varpinu. Eftirminnileg ferð hefur verið sýnd á Norðurlöndum og seld til Englands °g írlands. Líklegt er að þættirnir Á fálkaslóðum verði einnig sýndir víða enda hefur enn meira verið vandað til þeirra og vafalaust vekur efni þeirra uthygli. • .,'V H Cýf/'tr i £ ;-;Vj ’ ’ J - " - " tx ; fy.; f / Á / ^ p-, im - • W, • ■ ‘‘-m ' já' '■ • Varlega strákar, látið ekki heyrast í ykkur ! 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.