Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1986, Side 26

Æskan - 01.01.1986, Side 26
OG KRAKKARNIR í ÓRALANDI eftir Jón Dan. Manni sá út undan sér að mamma var á leiðinni að sækja lóð. Hann var kominn á fleygiferð við uppstokkun- ina áður en hún varð nokkurs vör. Hún tók lóðarstokkinn og sagði: Það er ágætt að lesa ævintýrabækur, Manni minn, en þær segja bara frá hinum og þessum hugarórum, ekki raunveruleikanum. Já mamma, svaraði hann, en fyrst dettur manni eitthvað ótrúlegt í hug, svo finnur maður það upp. Kannski er það rétt, sagði mamma. Geturðu skýrt það betur fyrir mér? Mamma tók engum hugarórum hans sem fjarstæðum en gaf sér jafnan tíma til að hlusta á skýringar hans. Það mátti bara ekki bitna á vinnunni, öll bjóðin urðu að vera tilbúin þegar Ævar kæmi að og hefði losað. Sko, karlinn sem fann upp raf- magnsljósið... Edison, greip hún fram í. Já, Edison, hann hlýtur að hafa ímyndað sér hvað það væri æðislegt að hafa rafmagnsljós í staðinn fyrir olíu- eða kertaljós. Og Marconi, var það ekki hann sem fann upp útvarpssend- ingar? Mamma játti því. Hann hefur áreiðanlega lengi verið búin að velta fyrir sér hvernig hann ætti að senda hljóð út um heima og geima án nokkurrar símalínu eða svo- leiðis. Og þeir sem smíðuðu fyrstu flugvélarnar . . . Bræðurnir sem hétu Wright, skaut mamma inn í. Já, ekki hafa þeir farið að smíða sér vél án þess að dreyma um að hægt væri að lyfta sér til flugs í henni. Rétt hjá þér. Ég bíð eftir lóðar- stokk. Manni tók góða skorpu. Mamma skar sér beitu á meðan. Ég skal stokka upp með þér, sagði hún, svo beitu við bæði. Þess vegna finnst mér alveg rétt aðferð að Iáta sér detta hitt og þetta í hug, sagði Manni, kannski get ég svo fundið það upp. Þá er nú betra að læra nóg, sagði mamma. Já, á ég ekki að fara í Stýrimanna- skólann? Jú, sagði mamma en örlitlu hiki brá fyrir í svari hennar. Ef þú vilt það. Okkur pabba kom saman um það, sagði Manni. Afi var líka til sjós, allir karlar í ættinni hafa verið sjómenn. En pabbi þinn drukknaði, var kom- ið fram á varirnar á mömmu hans. En það skiptir ekki máli, hugsaði hún, það skiptir ekki máli. Hún neyddi sig til að endurtaka þetta í huganum, þagði og hugsaði: Það skiptir ekki máli, allir láta einhvern veginn lífið. Svo bætti hún við, líka í huganum: En nú er um mína ástvini að ræða, það skiptir máli. Ætti ég ekki að finna upp lítinn þrýstiloftsmótor til að hafa á bakinu? spurði Manni. Ég þyrfti enga vængi. Þá kæmist ég hvert sem væri. Mamma svaraði ekki. Eftir góða stund voru allar lóðirnar í stokk og þau fóru bæði að beita. Manni hélt áfram: Þá væri kannski betra að ég færi í Vélskólann? Fyrst ég ætla að smíða mér þrýstiloftsmótor. Af hverju ekki í véltækninám? spurði mamma. Eða háskólanám? I verkfræði? Manni hristi höfuðið. Heldurðu ég ætti ekki að halda mig við sjóinn? Við pabbi vorum sammála um þáð. Hún hellti vænum slatta af beitu á borðið fyrir framan hann. Þú ræður því, Manni. Þessa stund- ina þurfum við að vera handfljót að beita. Þannig voru samræður þeirra oft í beitningaskúrnum. 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.