Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 30

Æskan - 01.01.1986, Síða 30
HER ÁÐUR FYRR að var einhvern daginn, seint um haust, að við krakkarnir á Borðeyri ákvaðum að efna til myndalegrar brennu á gamlárskvöld að þessu sinni. Og þar sem við fórum í öllum uppátækjum okkar eftir spak- mælinu góða að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið hófumst við þegar handa að safna eldsneyti í bálköst. Fyrst fórum við auðvitað til verslun- arstjórans, bæði álitum við að þar væri helst fengs von og auk þess þekktum við hann að því að vera bóngóðan og líklegan til að taka máli okkar vel. Við sögðum verslunarstjóranum hvað við hefðum ákveðið og fórum þess jafn- framt kurteislega á leit að hann léti okkur í té eitthvað af ónýtu kassarusli og öðrum umbúðum utan af vörum. Flann tók þessari málaleitan vel og að okkar áliti mjög skynsamlega. Kvað hann alveg sjálfsagt að við fengjum allt það rusl sem fyrirfyndist í vöru- geymslum hans og eitthvert gagn væri í sem eldsneyti. Hann fór líka lofsam- legum orðum um þessa hugmynd okk- ar og sagði að sér fyndist eiginlega ekkert gamlárskvöld vera ef ekki væri brenna. Nú, og ef illa viðraði á gaml- árskvöld mætti alltaf fresta brennunni til þrettándans. Svo spurði verslunar- stjórinn hvort við værum búnir að ákveða stað fyrir brennuna og benti okkur á að slíkt bál mætti ekki kveikja of nærri húsum eða á alfaraleið. Við urðum þá að viðurkenna að við höfðum enn ekki hugsað fyrir heppi- legum brennustað enda var brennu- hugmyndin alveg ný hjá okkur. Eftir nokkrar vangaveltur og tillög- ur um ýmsa ákjósanlega brennustaði varð Melholtið fyrir valinu. Fað var allstórt melbarð fyrir innan og ofan kauptúnið, mátulega fjarri alfaravegi, en hins vegar sást þaðan ágætlega yfir eyrina svo að þeir sem ekki gætu verið viðstaddir á brennustað gætu þó séð dýrðina úr gluggunum heima hjá sér. Og nú fór í hönd mikill annatími hjá okkur. Við vorum öllum stundum á þönum um eyrina að viða að okkur eldsneyti og koma því haganlega fyrir uppi á Melholtinu. Og okkur varð býsna vel til fanga; það leyndist ótrú- lega víða eitthvert drasl sem öllum kom saman um að regluleg land- hreinsun væri að og hefði átt að vera búið að brenna fyrir löngu. Meðal annars áskotnaðist okkur gamalt mast- ur af dekkbát sem einu sinni hafði verið til á Borðeyri en var nú löngu grotnaður niður. Þetta mastur létum við mynda eins konar uppistöðu bál- kastarins, reistum það upp á endann og hlóðum svo upp að því kössum og tunnum og öðru drasli sem að okkur safnaðist. Þegar nær leið jólum var þetta orð- inn myndarlegasti köstur og að síðustu drógum við að okkur ósköpin öll af tómum strigapokum sem við ætluðum að bleyta með olíu til að koma bálinu vel af stað þegar þar að kæmi. Ýmsir fullorðnir menn, feður og eldri bræður sumra krakkanna, höfðu fylgst með 30

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.