Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 31

Æskan - 01.01.1986, Síða 31
þessi starfi okkar af áhuga, rétt okkur hjálparhönd og hrósað okkur fyrir það hve myndarlegur kösturinn væri orð- inn. Við krakkarnir vorum líka búin að reikna það út að bálið mundi sjást frá sjö eða átta bæjum í nágrannasveit okkar hinum megin fjarðarins. Og svo runnu jólin upp með allri sinni dýrð og fögnuði og við nutum þeirra innilega og flest okkar gleymdu þá áramótabrennunni í bili. Á fjórða í jólum, sem bar að þessu sinni upp á laugardag, efndi fullorðna fólkið til dansleiks í fundarhúsinu sem svo var kallað. Á dansleikinn kom fólk víða að úr sveitinni og jafnvel ná- grannasveitum og stóð hann fram eftir nóttu. Og þótt því fari fjarri að ég vilji halda því fram að drykkjuskapur hafi verið mikill í Hrútafirðinum í þá daga þá munu þó einhverjir dansgesta hafa verið orðnir talsvert við skál um það leyti sem samkomunni lauk. Og eins og oft vill verða taka menn þá upp á ýmsu sem þeir mundu ógjarnan gera nllsgáðir. Nema hvað: Þegar við krakkarnir komumst á kreik daginn eftir dansleikinn sáum vð brátt að kösturinn okkar var brunninn til ösku eða því sem næst. Margra vikna erfiði okkar hafði verið að engu gert um nóttina; einhverjir dansgestanna höfðu kveikt í kestinum og látið hann brenna upp. Reiði okkar og gremju verður ekki með orðum lýst. Þarna var allt strit okkar að engu orðið, allir útreikningar okkar á því hve bálið mundi sjást víða að engu gerðir. Mikil lifandis undur vorum við reið og sár. Og eftir óþveginn skammalestur yfir þeim sem kveikt höfðu í kestinum, hverjir sem það væru, gripum við til þess ráðs sem löngum hefur verið ein- hver besta huggun lítilmagnans þegar sterkari aðilar hafa gert eitthvað á hluta hans. Við reyndum að hnoða saman kröftugri skammavísu um þá sem kveikt höfðu í kestinum. Og eins og efni stóðu til varð þetta heldur ljót vísa enda bar skapofsinn rímlistina al- gerlega ofurliði: Bruíu staura bálreiðir, bull og dellu sögðu, brenndu poka blindfullir, bálið eyðilögðu. Ekki veit ég hvort vísan hefur nokk- urn tíma borist til réttra eyrna en hitt veit ég að okkur krökkunum var tals- verð svölun í þessum ófagra kviðlingi. Nú var sem sé útséð um það að við gætum fagnað áramótunum með myndarlegri brennu eins og við höfðum ætlað okkur og við vorum ákaflega niðurdregin. Líklega höfum við borið okkur meira en lítið illa því að ýmsir góðir menn úr hópi fullorð- inna fengu brennandi áhuga á að hjálpa okkur til að koma upp stórri brennu á þrettándakvöld. Fór svo að sá bálköstur varð sýnu stærri en hinn fyrri og á þrettándakvöld var kveikt í honum að viðstöddum öllum rólfærum krökkum í þorpinu, auk margra full- orðinna. Var þetta hin glæsilegasta brenna og lengi til hennar vitnað. 31

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.