Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1986, Qupperneq 33

Æskan - 01.01.1986, Qupperneq 33
Fleiri brandarar Hér eru nokkrir brandarar frá les- endum. Þann fyrsta sendi Hrafnhild- ur Ósk Sigurðardóttir, Grófarseli 24 1 Reykjavík: Mamma: Nonni minn, þú verður að borða gulrót. Hún er svo holl. Honni: Ég vil hana ekki. Mamma: Gulrætur eru mjög hollar fyrir augun — eða hefurðu nokkurn tíma séð kanínu með gleraugu?? Hæsti brandari er frá Þórhildi Þór- hallsdóttur í Hafnarfirði: Einu sinni var maður sem átti Páfagauk. Hann tók hann með sér til næstu borgar þar sem hann ætlaði að fylgjast með knattspyrnuleik og hnefaleikakeppni. Þeir fóru saman í flugvél. Þar lærði páfagaukurinn að Segja: „Spennið beltin og verið við- f’úin til lendingar.“ En svo þegar hann fylgdist með hnefaleikakeppn- 'nni lærði hann að segja: „Kýl’ann, ^ýlann.“ Á fótboltakappleiknum 'ærði hann að segja: „Hraðar, hraðar.“ Hag nokkurn fór eigandinn með Páfagaukinn til kirkju. Þar spurði Presturinn fólkið hvað það mundi Segja ef það mætti bláfátækum ntanni á götu sem væri hjálparþurfi. f’á gall í páfagauknum: „Kýl’ann, kýl’ann.“ Þá varð prest- urinn svo reiður að hann tók páfa- gaukinn og sneri honum í marga hringi. „Hraðar, hraðar," heyrðist þá í honum. Þá varð presturinn ennþá reiðari og henti honum upp í Ioftið. En þá gall aftur í páfagauknum: „Spennið beltin, verið viðbúin lendingu.“ Þriðji brandarinn er frá Gísla Ein- ari Árnasyni 11 ára, Árholti 9, ísa- firði. „Mamma mín átti von á barni og vinkona hennar ætlaði að segja litl- um þriggja ára syni sínum fréttirnar. Hún sagði glöð í bragði: „Veistu það að hún Stína er með barn í mag- anum?“ Þá fór sá litli að hágráta og sagði: „Borðaði hún Stína barnið?" Veggmynd af Söndru og Madonnu Hæ, kæra Æska. Æskan er mjög gott blað en mér finnst að það mættu vera fleiri krossgátur og skrítlur í því. Svo mætti koma veggmynd af Söndru og Madonnu. Bless, Lára Sæmundsdóttir, Valshamri, Skógarströnd. Gaman í Hagaskóla Kæra Æska. Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir gott blað. Síðan ætla ég að segja ykkur dálítið frá sjálfri mér. Ég á heima í Reykjavík og er í Hagaskóla. Það er mjög gott að vera þar, -félagslífið er ágætt. Svo er ég í leiklist og það er mjög gaman. Mig langar að spyrja ykkur þriggja spurninga. 1. Gætuð þið haft sérstaka kynn- ingu á tónlistarmanninum Prince og jafnvel veggmynd líka? 2. Gætuð þið efnt til smásagnasam- keppni? 3. Má ég senda ykkur efni sem mér finnst vanta meira af í blaðið? 4. Eiga myndir í teiknimyndasam- keppnum að sendast á sama heimilis- fang? Með fyrirfram þökk, Ein forvitin. Svör: 1. Já, það stendur til fljótlega. 2. Það kæmi vel til greina. Það er stutt síðan við efndum til pistlasam- keppni eins og þú tókst kannski eftir í 8. tbl. síðasta árs. Hver veit nema við höfum smásagnakeppni síðar á þessu ári? 3. Gjörðu svo vel. Leyfðu okkur að minnsta kosti að líta á það. 4. Já, nema annað sé tekið fram. Bálvaldur kvenna- gull. Einu sinni voru hjón. Þau áttu einn son. Hann hét Bálvaldur, ekki veit ég af hverju. En maðurinn hét Armundur. Konan hét Signý. Bálvaldur var ungur og efnilegur. Eitt sagði hann við foreldra sína: „Nú ætla ég að fá mér konu. Ég ætla að sigla til næsta lands. Ég veit um mjög fríða unga stúlku.“ Svo sigldi hann af stað. Hann sigldi í þrjá daga og þrjár nætur þar til hann kom að landinu. Hann festi skipið og gekk á land. Hann gengur að húsi og bankar. Stúlka kemur til dyra. Henni bregð- ur en verður líka ánægð. „Hvað ert þú að gera hér?“ segir hún. „Ég er kominn að sækja þig,“ segir hann. Hún verður enn ánægðari. Svo sigldu þau heim, Iifðu vel og lengi og áttu börn og buru. Ragnheiður. 33

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.