Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 40

Æskan - 01.01.1986, Page 40
Framhaldssagan Litla rauða ryksugan efllr Herdísi Egilsdóttur —Þetta gengur ekki lengur, hrópaði gamla konan upp einn morguninn þegar þau hjónin voru búin að ýta útblásinni ryksugunni fram og aftur um gólfin án árangurs. — Ryksugan okkar er ónýt! Við verðum að skila henni aft- ur í búðina og fá nýja! — Já, líklega verðum við að gera það , sagði gamli maðurinn dapur á svipinn. Honum þótti slæmt að fallega rauða ryksugan skyldi duga svona illa. Honum féll líka illa að þurfa að skila henni, honum þótti orðið svo vænt um hana. En við því var víst ekkert hægt að gera fyrst hún var hætt að gera sitt gagn svo fljótt. Gömlu hjónin klæddu sig nú í yfirhafnir sínar og lögðu af stað með ryksuguna. Þau roguðust með hana á milli sín. Það var erfitt því að ryksugan var þung og leiðin var nokkuð löng. Loksins komu þau másandi og blásandi af mæði í búðina með hana. — Góðan daginn, stundi gamli maðurinn upp og 40

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.